Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Hvenær reynir á ábyrgð og kostir í stöðunni

Þegar einstaklingur ritar undir ábyrgð á námsláni, er hann að ábyrgjast greiðslu lánsins á þeim gjalddögum sem leiða af lögum eða skilmálum námslána. Af því leiðir að ef aðalskuldari sjálfur greiðir ekki af láni sínu á gjalddaga, verður ábyrgðarmaður krafinn um greiðslu lánsins samhliða aðalskuldara. Sé aðalskuldari ekki greiðslufær getur það því fallið í hlut ábyrgðarmanns að greiða kröfu í vanskilum.

Við myndun gjalddaga beinist krafa í fyrstu aðeins að lántaka sjálfum en um leið og lán fellur í vanskil er send innheimtuviðvörun til bæði aðalskuldara og ábyrgðarmanns. Þegar lán fer í löginnheimtu og stefnt fyrir dómstóla, er skuldara og ábyrgðarmanni almennt stefnt saman sé það mögulegt.