Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Sjálfskuldarábyrgð

Ábyrgðar á námsláni er krafist ef lánþegi telst ekki lánshæfur hjá sjóðnum, sjá kafla 1.4 og 10.1 í úthlutunarreglunum. 

Með því að gangast í ábyrgð fyrir námsláni er ábyrgðarmaður skuldbundinn til að greiða af námsláninu um leið og um vanskil eiga sér stað. Sjóðurinn tilkynnir ábyrgðarmanni ef um vanskil er að ræða.

Ekki er hægt að fella niður ábyrgð nema að ný ábyrgð hafi verið sett í staðinn með samþykki sjóðsins.

Hámarksábyrgð hvers ábyrgðarmanns er 7 milljónir króna.

Þegar lán eru veitt með ábyrgð, eða þegar skipt er um ábyrgð, þarf lántaki fyrst að fara í greiðslumat. Er það gert í samræmi við lög um ábyrgðarmenn þar sem sjóðurinn þarf að geta kynnt nýjum ábyrgðarmanni greiðslugetu skuldara áður en ábyrgðarmaður skrifar upp á ábyrgðina.