Veðtryggingar
Námsmaður getur óskað eftir því að setja fasteign á Íslandi að veði til tryggingar námsláni.
Gögn sem þarf að leggja fram:
Veðbókarvottorð (þinglýsingarvottorð) fasteignarinnar frá sýslumanni.
Núverandi eftirstöðvar þeirra lána sem eru á þinglýsingarvottorði frá viðkomandi lánastofnun(um).
Fasteigna- og brunabótamat frá Þjóðskrá Íslands.
Miðað er við að áhvílandi lán að viðbættu láni frá sjóðnum fari ekki yfir 85% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis og sé innan 85% af brunabótamati.
Heimilt er að fara fram á sölumat löggilts fasteignasala og er þá miðað við 80% af sölumati.
Séu skilyrðin hér fyrir ofan uppfyllt útbýr sjóðurinn veðtryggingarbréf sem verður sent eiganda fasteignarinnar til undirritunar og í framhaldi af því þarf hann að fara með það í þinglýsingu.
Þegar veðtryggingarbréfinu hefur verið skilað undirrituðu og þinglýstu til sjóðsins tekur veðtryggingin gildi.