Aukainnborgun uppgreiðsluafsláttur
Uppgreiðsluafsláttur
Einstaklingur sem greiðir upp ógjaldfallið námslánaskuldabréf á rétt á uppgreiðsluafslætti sem nemur 5-15% af ógjaldföllnum eftirstöðvum hins uppgreidda skuldabréfs fyrir uppgreiðslu.
Á aðeins við um lán samkvæmt eldri lögum (V-, S-, R- og G-lán), ekki er veittur uppgreiðsluafsláttur af H-lánum.
Greiðandi á ekki rétt á uppgreiðsluafslætti vegna uppgreiðslu námsláns nema endurgreiðsla á einu eða fleiri námslána hans sé hafin.
Hlutfall afsláttar af aukainnborgun er reiknuð út frá samanlagðri heildarskuld allra námslána greiðanda og er 5% ef skuld lántaka er 1 milljón króna eða lægri, hækkar línulega eftir það og verður að hámarki 15% séu eftirstöðvar 4,8 milljónir eða hærri.
Sækja þarf um uppgreiðsluafsláttinn inn á Mitt Lán og dregst hann frá heildarskuld lánsins þegar greitt er. Pantaður er greiðsluseðill sem birtist í heimabanka og er þá búið að draga frá upphæðinni þann afslátt sem viðkomandi á rétt á.
Í þeim tilfellum sem annar en skuldari greiðir upp lánið skal sækja um uppgreiðsluafsláttinn innan 3ja mánaða frá greiðslu og senda beiðni þar um á netfangið menntasjodur@menntasjodur.is.
Uppgreiðsluafsláttur skal endurgreiddur til þess aðila sem greiddi upp námslánið.
Aukainnborgun
Heimilt er að greiða aukaafborgun inn á eldri lán hjá Menntasjóðnum að vild. Ekkert gjald er innheimt vegna innborgana á lán.
Einstaklingur sem greiðir aukaafborgun inn á námslánaskuldabréf samkvæmt eldri lögum (V-, S-, R- og G-lán) á rétt á uppgreiðsluafslætti sem nemur 5-15% af ógjaldföllnum eftirstöðvum hins uppgreidda skuldabréfs fyrir uppgreiðslu.
Upphæð afsláttar við aukainnborgun er reiknuð út frá samanlagðri heildarskuld allra lána greiðanda sem komin eru í innheimtu.
Greiðandi á ekki rétt á afslætti vegna innágreiðslu á námslán nema endurgreiðsla á einu eða fleiri námslána hans sé hafin.
Hægt er að greiða aukainnborgun í gegnum Mitt Lán.