Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Greiðsluleiðir H-lána

Mismunandi lánategundir og afborganir

Nú fara endurgreiðslur á námslánum þínum að hefjast, sem lántaka er þér heimilt að velja hvort skuldabréf þitt sé verðtryggt eða óverðtryggt og hvort endurgreiðslufyrirkomulag þitt sé tengt lántökufjárhæðinni eða tekjum þínum.

Athugaðu að þú getur einungis valið tekjutengdar endurgreiðslur ef þú laukst námi áður en þú náðir 40 ára aldri. Hér að neðan er yfirlit yfir þær greiðsluleiðir sem eru í boði fyrir H-lán.

Ef ekkert verður valið er það meginregla endurgreiðsluskilmála skuldabréfsins að skuldabréfið sé verðtryggt jafngreiðslulán.

Gott er að lesa vel yfir alla möguleikana og setja svo eigin forsendur inn í reiknivél sjóðsins þar sem hægt er að bera saman allar lánategundirnar.

Óverðtryggt jafngreiðslulán

Jafngreiðslulán virka þannig að þú greiðir alltaf sömu upphæð mánaðarlega. Óverðtryggð jafngreiðslulán eru líkt og nafnið gefur til kynna óverðtryggð, þ.e., þau eru ekki bundin við vísitölu neysluverðs. Óverðtryggð lán bera hærri vexti en verðtryggð að sökum verðbólguvæntinga.

 • Vextir eru breytilegir og byggja á þeim vaxtakjörum sem ríkissjóði bjóðast á markaði að viðbættu föstu vaxtaálagi 0,8%.
 • Vaxtaþakið á óverðtryggðum lánum er þó 9%.
 • Mánaðarleg endurgreiðsla er háð lánsfjárhæð þinni.

  Verðtryggt jafngreiðslulán

  Jafngreiðslulán virka þannig að þú greiðir alltaf sömu upphæð mánaðarlega. Verðtryggð jafngreiðslulán eru líkt og nafnið gefur til kynna verðtryggð, þ.e., þau eru bundin við breytingar á vísitölu neysluverðs.

 • Vextir eru breytilegir og byggja á þeim vaxtakjörum sem ríkissjóði bjóðast á markaði að viðbættu föstu vaxtaálagi 0,8%.
 • Vaxtaþakið á verðtryggðum lánum er þó 4%.
 • Mánaðarleg endurgreiðsla er háð lánsfjárhæð þinni.

  Óverðtryggt tekjutengt lán

  Afborganir af tekjutengdum lánum eru tvíþættar. Annars vegar miða afborganir við tekjur greiðanda en hins vegar við fasta afborgun sem er kr 10.000 á mánuði en sú upphæð er bundin við grunnvísitöluna 470,5 og kemur því til með að hækka samhliða vísitölu neysluverðs jafnvel þó lánið sé óverðtryggt.

  Fyrstu átta mánuði endurgreiðsluársins er miðað við tekjur árstekjur þínar tveimur árum á undan endurgreiðsluári, þ.e., ef endurgreiðslur hefjast árið 2022 er miðað við árstekjur árið 2020 og er mánaðarleg tekjutengd afborgun 0,3125% af tekjustofni þínum það ár. Síðustu fjóra mánuði endurgreiðsluársins er miðað við tekjustofn ársins á undan, sem væri 2021 í þessu dæmi.

  Frá fjárhæð tekjutengdrar afborgunar dregst þó fjárhæð föstu afborgunarinnar.

 • Vextir eru breytilegir og byggja á þeim vaxtakjörum sem ríkissjóði bjóðast á markaði að viðbættu föstu vaxtaálagi 0,8%.
 • Vaxtaþakið á óverðtryggðum lánum er þó 9%.
 • Mánaðarleg endurgreiðsla er háð tekjustofni þínum.

  Verðtryggt tekjutengt lán

  Afborganir af tekjutengdum lánum eru tvíþættar. Annars vegar miða afborganir við tekjur greiðanda en hins vegar við fasta afborgun sem er kr 10.000 á mánuði en sú upphæð er bundin við grunnvísitöluna 470,5 og kemur því til með að hækka samhliða vísitölu neysluverðs jafnvel þó lánið sé óverðtryggt.

  Fyrstu átta mánuði endurgreiðsluársins er miðað við tekjur árstekjur þínar tveimur árum á undan endurgreiðsluári, þ.e., ef endurgreiðslur hefjast árið 2022 er miðað við árstekjur árið 2020 og er mánaðarleg tekjutengd afborgun 0,3125% af tekjustofni þínum það ár. Síðust fjóra mánuði endurgreiðsluársins er miðað við tekjustofn ársins á undan, sem væri árið 2021 í þessu dæmi.

  Frá fjárhæð tekjutengdrar afborgunar dregst þó fjárhæð föstu afborgunarinnar.

 • Vextir eru breytilegir og byggja á þeim vaxtakjörum sem ríkissjóði bjóðast á markaði að viðbættu föstu vaxtaálagi 0,8%.
 • Vaxtaþakið á verðtryggðum lánum er þó 4%.
 • Mánaðarleg endurgreiðsla er háð tekjustofni þínum.

Atriði sem vert er að hafa í huga

 • Tekjutengd lán eru eingöngu í boði fyrir þá sem ljúka námi fyrir 40 ára aldur.
 • Mundu að taka tillit til 30% niðurfellingar láns ef þú klárar á réttum tíma eða innan svigrúms, sjá nánar hér: https://menntasjodur.is/namsmenn/namslan/namsstyrkur-vid-namslok/
 • Meginregla endurgreiðsluskilmála skuldabréfs er að skuldabréfið verði endurgreitt áður en þú nærð 66 ára aldri.

Samanburður á valmöguleikum

Hér getur þú sett upp mismunandi lánategundirnar í reiknivél og séð hvernig þróun afborgana og höfuðstóls kemur til með að vera með þeim forsendum sem þú setur í reiknivélina: https://menntasjodur.is/greidendur/samanburdur-lana/