Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Lánareiknivél

Reiknaðu endurgreiðslur á þínu láni 

Hér að neðan getur þú reiknað út hverjar afborganir á láni þínu verða eftir því hvaða skilmála þú velur.

Þegar fjárhæð er valin er rétt að hafa í huga að þú getur átt möguleika á 30% niðurfellingu á lánsupphæðinni ef námi þínu er lokið á þeim námstíma sem skipulag skólans gerir ráð fyrir. 

Þú getur valið milli eftirfarandi lánategunda við námslok.

Vakin er athygli á því að útreikningarnir sem koma fram í lánareiknivélinni hér að neðan, eru áætlun miðað við þær forsendur sem valdar eru og þau vaxtakjör sem eru í gildi á hverjum tíma. Eru niðurstöðurnar því eingöngu til viðmiðunar og ekki skuldbindandi fyrir Menntasjóð námsmanna. Allir útreikningar á vef Menntasjóðs námsmanna eru birtir með fyrirvara um villur

Tekjutengt lán

Eingöngu í boði fyrir þá lánþega sem ljúka prófgráðu fyrir eða á því ári sem 40 ára aldri er náð.

Lánþegar geta valið um verðtryggt eða óverðtryggt lán.

Vextir eru breytilegir og geta að hámarki orðið 4% á verðtryggðu láni og 9% á óverðtryggðu láni.

Greitt er mánaðarlega af láni og er hver mánaðarleg afborgun byggð upp af tveimur þáttum. Annars vegar er föst afborgun óháð tekjum og hins vegar er tekjutengd afborgun (sjá gr. 14.2.3 í lánareglum MSNM).

Jafngreiðslulán

Lánþegar geta valið um verðtryggt eða óverðtryggt lán.

V
extir eru breytilegir og geta að hámarki orðið 4% á verðtryggðu láni og 9% á óverðtryggðu láni.

Greitt er mánaðarlega af láni.

Endurgreiðslum skal vera lokið áður en 66 ára aldri er náð.

Endurgreiðslutími er háður lántökufjárhæð og aldri lántaka við námslok, sbr. töflu hér að neðan.

Námslánaskuld

Endugreiðslutími (ár)

0 - 399.999

2

400.000 - 799.999

4

800.000 - 1.599.999

6

1.600.000 - 2.399.999

8

2.400.000 - 3.199.999

10

3.200.000 - 3.999.999

12

4.000.000 - 4.799.999

14

4.800.000 - 5.599.999

16

5.600.000 - 6.399.999

18

6.400.000 - 7.199.999

20

7.200.000 - 7.999.999

22

8.000.000 - 8.799.999

24

8.800.000 og hærra

25