Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Lánakjör og lánaflokkar

Hér fyrir neðan er nánari lýsing á lánaflokkum námslána. Greiðendur geta séð stöðu lána sinna og jafnframt lánaflokk á Mitt Lán.

 

Veitt frá árinu 2005.

Verðtryggð og bera 0,4% vexti.

Endurgreiðslur hefjast 2 árum eftir námslok.

Endurgreiðslur standa yfir þar til skuld er uppgreidd eða þar til lánþegi fellur frá.

Veitt árin 1992 til 2005.

Verðtryggð og bera 0,4% vexti.

Endurgreiðslur hefjast 2 árum eftir námslok.

Endurgreiðslur standa yfir þar til skuld er uppgreidd eða þar til lánþegi fellur frá.

Veitt árin 1982 til 1992.

Verðtryggð.

Endurgreiðslur hófust 3 árum eftir námslok.

Endurgreiðslur standa yfir þar til skuld er uppgreidd, þar til lánþegi fellur frá eða þar til lánþegi hefur greitt af láninu í 40 ár.

Veitt árin 1976 til 1982.

Verðtryggð.

Endurgreiðslur hófust 3 árum eftir námslok.

Endurgreiðslur standa yfir þar til skuld er uppgreidd, þar til lánþegi fellur frá eða þar til lánþegi hefur greitt af lánum sínum í 20 ár.

Veitt frá námsárinu 2020-2021.

Vextir H-lána eru breytilegir og byggja á vaxtakjörum sem ríkissjóði bjóðast á markaði að viðbættu föstu vaxtaálagi (0,8%). Þrátt fyrir framangreint er vaxtaþakið 4% af verðtryggðum lánum og 9% af óverðtryggðum lánum. 

H-lán eru verðtryggð en vaxtalaus fram að námslokadegi. Verðtrygging reiknast frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir útborgun. Fái námsmaður greitt út lán eftir námslokadag, reiknast vextir á þá greiðslu frá næsta degi eftir útborgun. Verðtryggingin miðast við breytingar á vísitölu neysluverðs. 

Meginregla endurgreiðsluskilmála skuldabréfs er að skuldabréfið sé óverðtryggt og endurgreiðslutíminn sé háður lánsfjárhæð sem þó er háð þeim skilyrðum að lánið verði endurgreitt áður lánþegi nær 65 ára aldri. 

þegar skuldabréfi hefur verið lokað er lántaka heimilt að velja hvort skuldabréfið skuli vera verðtryggt eða óverðtryggt. Þá getur lántaki einnig valið hvort endurgreiðslufyrirkomulag bréfsins skuli vera háð lántökufjárhæð eða háð tekjum, sjá nánar í 14. kafla úthlutunarreglnanna.