Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Hvað er jöfnunarstyrkur?

Jöfnunarstyrkur (áður dreifbýlisstyrkur) er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Fjarnám er ekki styrkhæft. Dreifnám er aðeins styrkhæft ef nemendur þurfa að koma í skólann a.m.k. 50% af dagafjölda nemenda sem stunda dagsskóla. 

Lögheimili má ekki vera í nágrenni við skóla (sjá nánar töflu sem skilgreinir hvaða póstnúmer teljast vera í nágrenni skóla). Námið verður að vera að lágmarki eins árs skipulagt nám við skóla sem falla undir lög um framhaldsskóla/menntaskóla. Styrkurinn skiptist í akstursstyrk og dvalarstyrk.

Akstursstyrkur – er ætlaður þeim nemendum sem sækja skólann frá lögheimili þ.e. keyra daglega í skólann frá lögheimili sínu. Einnig er hann fyrir þá sem búa ekki í foreldrahúsum en geta ekki sýnt fram á leigugreiðslur.

Dvalarstyrkur –  er fyrir þá nemendur sem flytja a.m.k. 30 km frá lögheimili sínu og fjölskyldu til að geta stundað nám þ.e. þeir sem eru á heimavist og/eða greiða leigu. 

1 sep
2020
Umsókn um jöfnunarstyrk á haustönn 2020 opnar frá og með 1. september
Sækja um jöfnunarstyrk
15 okt
2020
Umsóknarfrestur til að sækja um jöfnunarstyrk fyrir haustönn 2020 er til og með 15. október 2020
Sækja um jöfnunarstyrk
15 feb
2021
Umsóknarfrestur til að sækja um jöfnunarstyrk fyrir vorönn 2021 er til og með 15. febrúar 2021
Sækja um jöfnunarstyrk

Umsóknarfrestur

Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrk í gegnum island.is, sjá Mitt Lán.

Umsóknarfrestur er til 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn.

 

Berist umsókn hins vegar eftir að frestur rennur út, þ.e.a.s. eftir 15. október og 15. febrúar skerðist styrkurinn frá og með 1. nóvember og 1. mars um 15%.

Ekki er hægt að sækja um námsstyrk eftir að fjórir mánuðir eru liðnir frá umsóknarfresti.

Sækja um
03

Hverjir eiga rétt á jöfnunarstyrk?

Nemendur á framhaldsskólastigi sem stunda reglubundið nám fjarri heimahögum og fjölskyldu geta átt rétt á jöfnunarstyrk. Nemandi telst stunda reglubundið nám hafi hann gengið til prófs í a.m.k. 20 FEIN einingum á önn (12 skólaeiningum).

Námsmenn í sérnámi/iðnnámi geta átt rétt á bæði námslánum og jöfnunarstyrk. Námsmaður getur þó ekki fengið hvoru tveggja, jöfnunarstyrk og námslán á sömu önn.

Nemendur í launuðu starfsnámi eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk.

Háskólanemar eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk að undanskildum þeim sem stunda nám í frumgreinadeildum. 

Tengsl við lögheimili

Nemendur verða að hafa tengsl við lögheimili sitt. Með tengslum við lögheimili er átt við t.d. að fjölskylda námsmanns búi á staðnum, að námsmaður sé þar með þinglýstan leigusamning eða eigi fasteign þar skv. fasteignavottorði.

Með fjölskyldu er átt við foreldra nemanda eða forráðamenn, maka samkvæmt hjúskap eða skráðri sambúð í þjóðskrá og/eða börn nemanda.

Réttarstaða allra umsækjanda miðast við lögheimili eins og það er skráð í þjóðskrá þann dag sem auglýstur umsóknarfrestur rennur út.

04

Upphæðir og útborganir

Á námsárinu 2018-2019 er upphæð dvalarstyrks 154.000 kr. og akstursstyrks 88.000 kr. á önn.

Styrkirnir eru greiddir út eftir hverja önn í janúar og júní þegar skólarnir hafa staðfest námsárangur annarinnar.
Styrkurinn er greiddur inn á bankareikning námsmanns sem verður að vera á hans nafni.

Ekki er hægt að greiða inn á bankareikning foreldra eða annarra.

 

Sækja um jöfnunarstyrk