Jöfnunarstyrkur (áður dreifbýlisstyrkur) er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Fjarnám er ekki styrkhæft. Dreifnám er aðeins styrkhæft ef nemendur þurfa að koma í skólann a.m.k. 50% af dagafjölda nemenda sem stunda dagsskóla.
Lögheimili má ekki vera í nágrenni við skóla (sjá nánar töflu sem skilgreinir hvaða póstnúmer teljast vera í nágrenni skóla). Námið verður að vera að lágmarki eins árs skipulagt nám við skóla sem falla undir lög um framhaldsskóla/menntaskóla. Styrkurinn skiptist í akstursstyrk og dvalarstyrk.
Akstursstyrkur – er ætlaður þeim nemendum sem sækja skólann frá lögheimili, þ.e. keyra daglega í skólann frá lögheimili sínu. Lögheimili má þó ekki vera í nágrenni skóla, sjá töflu um skilgreiningar á nágrenni skóla. Einnig er hann fyrir þá sem búa ekki í foreldrahúsum en geta ekki sýnt fram á leigugreiðslur.
Dvalarstyrkur – er fyrir þá nemendur sem flytja a.m.k. 30 km frá lögheimili sínu og fjölskyldu til að geta stundað nám þ.e. þeir sem eru á heimavist og/eða greiða leigu.
Hægt er að fá jöfnunarstyrk í 4 ár eða 8 annir að hámarki.
Lög og reglugerð um námsstyrki