Réttur til styrks
Nemendur á framhaldsskólastigi sem stunda reglubundið nám fjarri heimahögum og fjölskyldu geta átt rétt á jöfnunarstyrk. Nemandi telst stunda reglubundið nám hafi hann gengið til prófs í a.m.k. 20 einingum á önn.
Námsmenn í starfsnámi/iðnnámi og aðfaranámi geta átt rétt á bæði námslánum og jöfnunarstyrk. Námsmaður getur þó ekki fengið hvoru tveggja, jöfnunarstyrk og námslán á sömu önn.
Nemendur í launuðu starfsnámi eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk.
Háskólanemar eiga heldur ekki rétt á jöfnunarstyrk.
Tengsl við lögheimili
Nemendur verða að hafa tengsl við lögheimili sitt. Með tengslum við lögheimili er átt við t.d. að fjölskylda námsmanns búi á staðnum, að námsmaður sé þar með þinglýstan leigusamning eða eigi fasteign þar skv. fasteignavottorði.
Með fjölskyldu er átt við foreldra nemanda eða forráðamenn, maka samkvæmt hjúskap eða skráðri sambúð í þjóðskrá og/eða börn nemanda.
Réttarstaða allra umsækjanda miðast við lögheimili eins og það er skráð í þjóðskrá þann dag sem auglýstur umsóknarfrestur rennur út.