Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Almenn skilyrði

Umsækjendur þurfa að vera orðnir fjárráða (18 ára) á þeirri önn sem sótt er um lán fyrir. Þá þurfa umsækjendur að uppfylla ákveðin búsetuskilyrði og/eða skilyrði um tengsl við Ísland sem íslenskir eða erlendir ríkisborgarar.

Umsækjendur mega ekki vera á vanskilaskrá eða í vanskilum við sjóðinn með eldri lán, bú þeirra sé ekki í gjaldþrotameðferð og hafi ekki áður verið tekið til gjaldþrotaskipta og að sjóðurinn hafi ekki áður þurft að afskrifa lán gagnvart viðkomandi.

Námsmenn á vanskilaskrá geta þó í vissum tilvikum átt rétt á námslánum ef þeir veita tryggingu fyrir lánunum, s.s. í formi ábyrgðarmanns.

Námsmenn þurfa að vera í fullu lánshæfu námi til að geta fengið námslán. Lágmarksárangur á önn eru 22 ECTS-einingar eða ígildi þeirra. 

02

Búsetuskilyrði sem þarf að uppfylla

Réttindi flóttamanna

Erlendur ríkisborgari sem hefur fengið dvalarleyfi hér á landi sem flóttamáður á grundvelli alþjóðlegrar verndar á rétt til námsaðstoðar til að stunda nám á Íslandi. 

Við umsókn þarf flóttamaður að skila staðfestingu frá Útlendingastofnun um stöðu sína.

Réttur til aðstoðar vegna náms á Íslandi

Rétt á námsaðstoð vegna náms á Íslandi á námsmaður sem uppfyllir almenn skilyrði 8. gr. ásamt því að uppfylla eitt eftirtalinna skilyrða:

     1.      er íslenskur ríkisborgari,
     2.      er ríkisborgari Danmerkur, Finnlands, Noregs eða Svíþjóðar,
     3.      er ríkisborgari EES- eða EFTA-ríkis auk þess að vera launþegi eða sjálfstætt starfandi á Íslandi og heldur áfram vinnu hér á landi meðan á námi stendur eða heldur stöðu sinni sem slíkur,
     4.      er aðstandandi ríkisborgara skv. 3. tölul.,
     5.      er ríkisborgari EES- eða EFTA-ríkis og hefur öðlast rétt til ótímabundinnar dvalar hérlendis,
     6.      er aðstandandi ríkisborgara skv. 5. tölul.,
     7.      er erlendur ríkisborgari og er í hjúskap eða hefur um tveggja ára skeið verið í skráðri sambúð með íslenskum ríkisborgara og hefur átt lögheimili á Íslandi að lágmarki tvö ár af síðastliðnum fimm árum áður en nám hefst,
     8.      hefur dvalarleyfi hér á landi sem flóttamaður,
     9.      hefur ótímabundið dvalarleyfi hér á landi.

Heimilt er í úthlutunarreglum að mæla nánar fyrir um skilyrði fyrir aðstoð vegna náms á Íslandi, t.d. lágmarksvinnuframlag til að teljast launþegi eða sjálfstætt starfandi skv. 3. tölul. 1. mgr.

Réttur til aðstoðar vegna náms erlendis

Rétt á námsaðstoð vegna náms erlendis á námsmaður sem uppfyllir almenn skilyrði 8. gr. og eitthvert skilyrða 1. mgr. 9. gr. ásamt því að uppfylla eftirtalin skilyrði:

     1.      hefur búið á Íslandi í að lágmarki tvö ár af síðastliðnum fimm árum áður en nám hefst,
     2.      hefur sterk tengsl við íslenskt samfélag að mati Menntasjóðsins.
    Við mat á tengslum við íslenskt samfélag skal meðal annars líta til ríkisborgararéttar, tíma sem námsmaður hefur búið eða       starfað hér á landi og fjölskyldutengsla á Íslandi.

Námsmenn sem uppfylla eitt af skilyrðum 3.–6. tölul. 1. mgr. 9. gr. eru undanþegnir skilyrði 1. tölul. 1. mgr. um búsetu á Íslandi vegna náms innan EES- eða EFTA-ríkis.
Heimilt er í úthlutunarreglum að mæla nánar fyrir um skilyrði fyrir aðstoð vegna náms erlendis, þ.m.t. hvernig skuli meta tengsl við íslenskt samfélag.

Sækja um námslán