Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Skiptinám

Skiptinemar skulu gefa upp á lánsumsókn sinni það nám og þann skóla sem þeir eru skráðir í á Íslandi og munu væntanlega útskrifast frá. Ekki á að sækja um vegna námsins erlendis enda eru allar einingar metnar inn í nám viðkomandi á Íslandi.

Sömu námskröfur eru gerðar til skiptinema og til nema í námi á Íslandi. Fullt nám á skólaári telst vera 60 ECTS-einingar, en ljúka þarf a.m.k. 22 ECTS-einingum á önn til að eiga rétt á námsláni.

Ekki skal senda námsárangur erlendis frá beint til Menntasjóðsins, heldur til skólans á Íslandi sem metur árangurinn inn í námið hér og staðfestir síðan við sjóðinn.