Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Útborgun námslána

 

Námsárið 2020-2021

Útborgun námslána

Greiðslur mánaðarlegra framfærslulána til þeirra námsmanna sem óska eftir samtímagreiðslum hefjast á eftirfarandi tímum:

  • Haustönn 2020 - 1. október 2020
  • Vorönn 2021 - 1. febrúar 2021
  • Sumarönn 2021 - 15. júlí 2021

Óski námsmaður eftir því að fá lán sitt greitt eftir hverja önn hefjast greiðslur á eftirfarandi tímum: 

  • Útborgun lána fyrir haustönn 2020 hefst í byrjun janúar 2021,
  • útborgun fyrir vorönn 2021 hefst í byrjun maí 2021, 
  • útborgun fyrir sumarönn 2021 hefst í byrjun ágúst 2021. 

Útborganir skólagjaldalána

Greiðslur skólagjaldalána til námsmanna sem óska eftir fyrirframgreiðslu hefjast á eftirfarandi tímum:

  • 1. ágúst 2020 fyrir haustönn 2020,
  • 5. janúar 2021 fyrir vorönn 2021 og
  • 15. maí 2021 fyrir sumarönn 2021.

Fylgiskjöl eða gögn sem námsmanni ber að skila vegna umsóknar um námslán skulu berast sjóðnum eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Eftir þann tíma er heimilt að líta svo á að námsmaður hafi dregið umsókn sína til baka.

Þó skal á það bent að lokafrestur til að skila gögnum varðandi tiltekið námsár er til 15. janúar árið eftir.

Lokafrestur til að skila gögnum vegna námsársins 2020-2021 er þannig til og með 15. janúar 2022.