Vottorð frá skólum um námsframvindu
Flestir skólar á Íslandi senda námsframvindu í fjöldakeyrslu til Menntasjóðsins í lok hverrar annar að því gefnu að námsmenn hafi veitt heimild til að skólinn sendi persónuupplýsingar.
Menntasjóðurinn á almennt ekki í beinum samskiptum við erlenda skóla og þurfa námsmenn í námi erlendis því sjálfir að sjá til þess að námsárangur berist sjóðnum.
Vottorð um námsárangur er ekki tekið gilt sem staðfesting nema það innihaldi eftirtalin atriði:
- Heiti skólans og þess náms sem stundað er.
- Fullt nafn og kennitala eða fæðingardagur námsmanns.
- Tilgreina þarf fjölda lokinna eininga en sé námsárangur ekki gefinn upp í einingum þarf að koma fram greinargott mat á námsárangri/ ástundun.
- Hvaða önn námsárangurinn tilheyrir.
- Undirskrift starfsmanns skóla, stimpill skóla eða annað sem tryggir að vottorðið sé ekta.
Heimilt er að taka gilt ástundunarvottorð ef námsmaður tekur einungis próf einu sinni á ári eða eftir lengri tíma. Lán er þá veitt í samræmi við árangur ef námsframvinda er metin í vottorðinu. Heimilt er að veita lán út á 30 ECTS-einingar ef skýrt kemur fram í vottorði að viðkomandi hafi stundað fullt nám. Þegar niðurstaða námsársins liggur fyrir er námsframvindan endurmetin og kunna áður afgreidd lán að vera endurkræf sem ofgreidd lán.