Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
02

Fjárhæð láns og styrks

Framfærslulán

Fjárhæð framfærsluláns grundvallast á reiknaðri grunnframfærslu. Þar til viðbótar getur komið önnur framfærsla sem byggir á aðstæðum námsmanns og er þá tekið mið af högum námsmanns á námstímanum, til dæmis búsetuformi, hjúskaparstöðu, fjölda barna og tekjum. 

Þannig getur námsmaður sem býr í leigu- eða eigin húsnæði á rétt á viðbótarláni vegna húsnæðis. Er þá tekið mið af því hvort viðkomandi býr einn eða er í sambúð/giftur, hvort börn eru á heimilinu og þá hversu mörg.

Sjá nánar í fylgiskjali 1 í úthlutunarreglum 2021-2022

Barnastyrkur

Námsmaður á rétt á styrk til framfærslu barns/barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri á mánuði með hverju barni. Fjárhæð styrksins á mánuði á  námsárinu 2022-2023 er kr. 40.500. Fyrir eina önn er styrkurinn kr. 182.250  pr. barn og er þá miðað við að námsmaður ljúki lágmarksárangri á önninni. Skilyrði er að viðkomandi sé í lánshæfu námi og að barnið eigi lögheimili hjá námsmanni.

Námsmenn sem greiða meðlag

Námsmenn sem greiða meðlag með barni undir 18 ára aldri geta einnig fengið styrk vegna meðlagsgreiðslna sem nemur sömu upphæð.

Nánari upplýsingar um mögulegar lánsupphæðir og barnastyrki má finna með því að nota reiknivél framfærsluláns.

Beiðnir

Menntasjóður sendir út beiðnir um staðfestingar á hinum ýmsu aðstæðum námsmanns ef með þarf. 

 

 

 

 

04

Lánsáætlun

Þegar námsmaður hefur sótt um námslán og skilað inn þeim gögnum og upplýsingum sem beðið var um, er gefin út lánsáætlun sem birt er á Mitt Lán.

Á lánsáætlun kemur fram fjárhæð þess láns sem námsmaður getur átt von á, að því tilskildu að veittar upplýsingar í umsókn reynist réttar.

Verði breytingar á högum námsmanns eftir að hann skilar lánsumsókn gætu þær haft áhrif á upphæð láns.

Breytingar sem geta haft áhrif á upphæð láns eru t.d. breytt námstímabil, fjöldi eininga, nýtt nám, nýr skóli, breyttar tekjur o.s.frv. Námsmaður skal tilkynna breytingarnar á Mitt Lán.

Sé um að ræða breytingar sem námsmaður getur ekki gefið upp á Mitt Lán er hægt að senda tölvupóst á netfangið menntasjodur@menntasjodur.is.