Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Námsstyrkur H-lána við námslok

Ljúki námsmaður prófgráðu á þeim tíma sem skipulag skólans á náminu gerir ráð fyrir, á hann rétt á námsstyrk sem nemur 30% niðurfærslu á höfuðstól námslánaskuldarinnar ásamt verðbótum frá þeim degi sem skuldabréfi er lokað.

Námsstyrkur er einungis veittur vegna náms sem er skipulagt sem fullt nám í að lágmarki tvær annir, þ.e. sem nemur að lágmarki 60 ECTS-einingum eða ígildi þeirra.

Námsmenn hafa svigrúm til seinkunnar í námi án þess að réttur til námsstyrks skerðist og er eftirfarandi:

  1. Eitt ár umfram þann tíma sem skipulag iðn-, starfs- og aðfaranáms kveður á um.
  2. Eitt ár umfram þann tíma sem skipulag bachelor- og meistaranáms kveður á um.
  3. Sex mánuðir umfram þann tíma sem skipulag diplómanáms kveður á um.
  4. Tvö ár umfram þann tíma sem skipulag doktorsnáms kveður á um.

Undanþágur frá námsframvindu vegna veikinda, örorku, lesblindu, barnsburðar og annarra sérstakra aðstæðna sem teknar eru gildar hjá Menntasjóðnum teljast ekki til seinkunar í námi.

Áður en hægt er að veita námsmanni styrk þurfa að liggja fyrir staðfestar upplýsingar um hvenær nám hans hófst og hvenær því lauk með skírteini eða sambærilegu vottorði um lok prófgráðu. 

Námsmaður ber ábyrgð á því að sjóðnum berist slíkar upplýsingar. Að jafnaði er miðað við að staðfesting verði að hafa borist innan 6 mánaða frá námslokum.