Leiguhúsnæði
Námsmenn í leiguhúsnæði þurfa að sanna eðlilegar leigugreiðslur með því að senda afrit af þinglýstum leigusamningi.Skil á upplýsingum
Einstæðir foreldrar - staðfesting á forræði barns
Einstæðir foreldrar sem eru að sækja um í fyrsta skipti þurfa að senda staðfestingu á forræði barns. Sjóðurinn sendir út beiðni.Skattframtal
Allir lánþegar verða að staðfesta endanlegar tekjur með skattframtali. Námsmenn á Norðurlöndunum verða til viðbótar íslensku skattframtali að senda afrit af álagningarseðlum eða skattframtali í námslandinu.Staðfesting á skólavist
Staðfestinguna verða þeir námsmenn á Íslandi að senda sem borga há skólagjöld og einnig námsmenn erlendis sem eru að hefja nýtt nám. Umsóknin tekur ekki formlega gildi fyrr en slík staðfesting hefur borist sjóðnum. Menntasjóðurinn sendir út beiðni.Útreikningur á láni
Menntasjóðinn birtir lánsáætlun á Mitt Lán og staðfestir þannig gildar umsóknir.Enskumælandi lönd
Senda þarf Menntasjóðnum upplýsingar um skólagjöld og styrk/styrkleysi fyrir hverja önn eða allt námsárið. Menntasjóðurinn sendir námsmönnum eyðublöð sem skólinn þarf að fylla út.Endanleg tekjuáætlun
Staðfesta verður tekjuáætlun í lok árs. Menntasjóðurinn sendir út beiðni.Námsárangur
Námsárangur þarf að berast eftir hverja önn. Námsárangur frá skólum á Íslandi berst beint til Menntasjóðsins, en námsmenn erlendis verða að sjá um að senda sjálfir. Þeir sem ekki taka próf á miðjum vetri verða að senda staðfestingu á námsástundun.Lágmarksárangur á önn
Lágmarksnámsárangur á önn er 22 ECTS-einingar eða ígildi þeirra. Ef um fjórðungaskóla er að ræða er lágmarksárangur á fjórðungi 15 ECTS-einingar eða ígildi þeirra.