Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Skuldabréf

Námsárið 2022-2023

Lánþegar þurfa að undirrita skuldabréf fyrir hverja lántöku með rafrænum hætti.

Fara þarf inn á Mitt Lán í hverjum mánuði sem sótt er um lán fyrir og samþykkja skuldabréf fyrir einn mánuð í senn.

  

 

 

 


Sé námsmaður á vanskilaskrá eða telst af öðrum ástæðum ekki tryggur lántaki, gerir Menntasjóðurinn kröfu um að hann útvegi ábyrgðarmann á skuldabréfið. Ábyrgðarmenn þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði, s.s. að vera ekki á vanskilaskrá, en einnig þarf lánveitingin að uppfylla skilyrði laga um ábyrgðarmenn, s.s. að lántaki undirgangist greiðslumat í banka.

Í lögum um ábyrgðarmenn er kveðið á um skyldu lánveitanda (í þessu tilviki Menntasjóðurinn) til að upplýsa verðandi ábyrgðarmann um þá áhættu sem felst í því að gangast í ábyrgð fyrir láni. Í því felst meðal annars að meta þarf með greiðslumati líkur á því að lántaki geti staðið í skilum á láninu og í kjölfarið þarf að kynna greiðslumat fyrir verðandi ábyrgðarmanni.

Menntasjóðurinn gerir ekki kröfu um að greiðslumat skili tiltekinni niðurstöðu (t.d. að það sé jákvætt) og þjónar það því aðeins þeim tilgangi að upplýsa verðandi ábyrgðarmann um hver greiðslugeta lántaka sé. Ef greiðslumat sýnir neikvæða niðurstöðu þarf ábyrgðarmaður að vera upplýstur um hana áður en hann gengst í ábyrgð.

Vakin er athygli á því að námsmenn sem eru í vanskilum við Menntasjóð námsmanna geta ekki fengið lán að nýju fyrr en búið er að koma afborgunum lána í skil.

Lokun skuldabréfs

Námslánaskuldabréf eru færð til innheimtu þegar námsmaður hættir námi eða þegar námsmaður hefur gert lengra en eins árs hlé frá námi. Hafi námsmaður ekki sótt um námslán í eitt skólaár er gert ráð fyrir að viðkomandi sé hættur í námi og hefst þá undirbúningur að lokun skuldabréfs hans.

 

Þegar frágangur hefst á  skuldabréfum og þau færð til innheimtu  er lántakanda sendar sundurliðaðar upplýsingar um útgreiðslur lána skuldabréfa og honum veittur 14 daga frestur til að gera athugasemdir. Ef ábyrgðarmaður er á skuldabréfinu eru honum sendar upplýsingar um þá upphæð á skuldabréfi sem hann er ábyrgur fyrir. 

 

Þegar frágangi á skuldabréfinu er lokið eru öll útgefin skuldabréf (H-lán) tekin saman í eitt innheimtuskuldabréf og innheimt saman. 

 

Skuldabréf bera vexti frá og með lokunardegi sem er dagsetning námsloka. Einu ári eftir frágang skuldabréfs hefjast svo afborganir af láninu.

Ef námsmaðurinn er ennþá í fullu lánshæfu námi, en sækir ekki lengur um námslán, getur viðkomandi sótt um frestun á frágangi skuldabréfs. Lengd samfellds námshlés sem heimilt er að taka án þess að skuldabréfi sé lokað er eitt ár.

 

Heimilt er að fresta frágangi á skuldabréfi ljúki námsmaður lánshæfum námsárangri á fyrstu önn eftir eins árs námshlé.

 

Heimilt er að fresta frágangi skuldabréfs að hámarki í fjögur ár frá því að fyrsta aðstoð hjá sjóðnum var veitt. Námsmaður þarf að leggja fram gögn sem sanna að hann sé ennþá í námi og með lánshæfan árangur.

 

Sækja þarf um frestun á frágangi skuldabréfs í síðasta lagi á fyrstu önn eftir árs námshlé.

 

Námsmaður sem gerir hlé á námi í meira en eitt skólaár á ekki rétt á því að frágangi  skuldabréfs sé frestað. Hefji viðkomandi aftur nám þarf að undirrita nýtt skuldaréf.

 

Námsmaður í fullu lánshæfu námi, sem er byrjaður að greiða af eldri lánum, getur undir vissum kringumstæðum sótt um frest á afborgunum í allt að eitt ár í senn, sjá grein 15.1 í úthlutunarreglunum.