Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Lánsferlið

Sótt er um í gegnum Mitt Lán sem er aðgengilegt frá heimasíðu Menntasjóðsins; menntasjodur.is. Þar er einnig hægt að fylgjast með stöðu umsókna og skoða lánsáætlun.

Lánsáætlun birtist á Mitt Lán þegar hún er tilbúin.

Útborganir framfærslulána

Útreikningur á námslánum og útgáfa lánsáætlana vegna skólaársins 2020-2021 hefst í júlí/ágúst 2020.

Greiðsla mánaðarlegra framfærslulána til þeirra námsmanna sem óska eftir samtímagreiðslum hefjast á eftirfarandi dagsetningum:

  • Á haustönn 2020 hefjast útborganir 1. október 2020,
  • á vorönn 2021 hefjast útborganir 1. febrúar 2021 og 
  • á sumarönn 2021 hefjast útborganir 1. júlí 2021.

Skilyrði fyrir því að mánaðarlegar greiðslur hefjist á síðari önnum námsársins er að búið sé að ganga frá fyrri námsönnum hvað varðar skil á námsárangri eða ganga frá ofgreiðslu sé um slíkt að ræða. 

Þannig þarf fullnægjandi námsárangur fyrir haustönn 2020 að hafa borist sjóðnum til að hægt sé að hefja mánaðarlegar greiðslur á vorönn 2021 svo dæmi sé tekið.  

Greiðsla framfærslulána til námsmanna sem óska eftir að fá lánið greitt eftir hverja önn hefjast á eftirfarandi tímum:

  • Fyrir haustönn 2020 hefjast greiðslur í byrjun janúar 2021,
  • fyrir vorönn 2021 í byjun maí 2021 og
  • fyrir sumarönn 2021 í byrjun ágúst 2021.

 

Útborganir skólagjaldalána

Greiðslur skólagjaldalána til námsmanna sem óska eftir fyrirframgreiðslu hefjast á eftirfarandi tímum:

  • 1. ágúst 2020 fyrir haustönn 2020,
  • 5. janúar 2021 fyrir vorönn 2021 og
  • 15. maí 2021 fyrir sumarönn 2021.

Athugið; námsmenn þurfa alltaf að skila eins fljótt og auðið er þeim gögnum sem þeir eru beðnir um.

 
03

Skil á upplýsingum og gögnum


Hvaða upplýsingar eru nauðsynlegar

Það ræðst af hverri námsbraut fyrir sig og því hvar námsmaðurinn er staddur á námsferlinum hvaða upplýsingum og gögnum þarf að skila eftir að umsókn hefur verið lögð inn. Eftir að umsókn berst er metið hvort frekari gagna er þörf og er þá send viðeigandi beiðni til umsækjanda.

Mikilvægt er að lesa tilkynningar frá LÍN vandlega og skila inn öllum umbeðnum gögnum sem fyrst. Ef gögnum er ekki skilað innan tveggja mánaða frá dagsetningu beiðni er heimilt að fella umsókn um námslán úr gildi.
Upplýsingar um tekjur námsmanns

Umsækjendur þurfa að áætla hve háar tekjur þeir muni hafa á árinu. Á hverju skólaári (sem skiptist almennt í haust/vor og sumarönn) er tekið mið af tekjum þess árs sem haustönn tilheyrir.

Tökum dæmi: Sé námsmaður að fara í nám á skólaárinu 2019/2020 þarf hann að áætla hve háar tekjur hann komi til með að hafa á árinu 2019. Námsmenn þurfa svo að skila endanlegri tekjuáætlun í lok árs þegar þeir hafa nákvæmari upplýsingar um tekjur ársins. Fjárhæð tekna á árinu hefur áhrif á fjárhæð láns á skólaárinu öllu og geta tekjur komið til skerðingar á námsláni.

Varðandi tekjuáætlun er mikilvægt að hafa í huga að notast skal við heildartekjur fyrir skatt. LÍN notast við tekjuáætlun námsmanns tímabundið, þar til opinberar upplýsingar liggja fyrir seint á námsárinu. Námsmenn skulu því varast að áætla of lágar tekjur því vanáætlaðar tekjur geta leitt til þess að krefja þurfi viðkomandi um endurgreiðslu ofgreidds láns síðar á námsárinu.

LÍN sækir tekjuupplýsingar beint frá Ríkisskattstjóra þegar þær liggja fyrir. Þeir námsmenn sem skila skattframtali á réttum tíma til RSK þurfa því ekki að senda framtal til LÍN. Námslán vegna vorannar eru ekki greidd út fyrr en LÍN hefur fengið tekjuupplýsingar úr skattframtali í hendur.

Húsnæði á námstíma

Námsmenn í leiguhúsnæði þurfa að sanna eðlilegar leigugreiðslur með því að telja fram greidda leigu í skattframtali sínu. Hjá lánþegum með svokallað einfalt framtal birtist síða þar sem telja má fram leigugreiðslur á árinu. Hjá lánþegum sem ekki eru með einfalt framtal þarf að fylla út eyðublað 2.02 í skattframtali.

Námsmenn í eigin húsnæði geta átt von á að verða beðnir um að skila staðfestingu frá Þjóðskrá Íslands/fasteignamati um húsnæðiseign.
04

Gátlisti yfir gögn til LÍN

Almennt - gildir fyrir alla umsækjendur

Sækja þarf sérstaklega um námslán fyrir hvert aðstoðarár. Hægt er að sækja um haust, vor og sumarönn í sömu umsókn.

Einstæðir foreldrar sem sækja um lán í fyrsta skipti þurfa að senda staðfestingu á forsjá barns. Menntasjóðurinn sendir út tölvupóst þegar ef upplýsingar vantar.

Lánþegar undirrita skuldabréf fyrir hverja lántöku með rafrænum hætti.

Allir umsækjendur þurfa að staðfesta endanlega tekjuáætlun á árinu í gegnum Mitt Lán á heimasíðu Menntasjóðsins. Send er út beiðni í tölvupósti í lok árs, námslán vegna haustannar verða ekki afgreidd fyrr en endanleg tekjuáætlun hefur verið færð inn.

Menntasjóðurinn sækir endanlegar upplýsingar um tekjur umsækjenda beint frá Ríkisskattstjóra áður en kemur að afgreiðslu vorlána.

Námsmenn á Íslandi

Námsmenn í MBA-námi í HÍ og HR, MPM-námi í HR og meistaranámi á Bifröst þurfa að skila innritunarvottorði. Iðnnámsnemar sem eru að sækja um í fyrsta skipti þurfa að skila staðfestingu frá skóla um stöðu í námi.

Námsmenn í sérskólum sem greiða skólagjöld eru beðnir um innritunarvottorð þegar þeir hefja nám.

Námsmenn erlendis

Allir umsækjendur sem eru að hefja nám erlendis þurfa að skila innritunarvottorði frá sínum skóla. Ef sótt er um lán vegna skólagjalda þarf að senda staðfestingu á fjárhæð þeirra. Slík staðfesting getur til dæmis verið reikningur frá skóla fyrir skólagjöldum.

Námsmenn þurfa sjálfir að senda Menntasjóðnum námsárangur eftir hverja önn.

 

Norðurlönd

Allir umsækjendur á Norðurlöndunum þurfa að senda skattframtalsupplýsingar frá námslandinu áður en vorlán er greitt út. Menntasjóðurinn sendir út beiðni.

 

Bandaríkin, Kanada og Ástralía

Námsmenn í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu fá eyðublöð send frá Menntasjóðnum sem skólinn þarf að fylla út. Námsmenn á fyrstu önn í nýju námi fá eyðublöð sem nefnast „Course of Study“ og „Educational Cost and Financial Aid“. Þeir sem eru lengra komnir í námi þurfa aðeins að láta fylla út seinna eyðublaðið.

Bretland og Írland

Senda þarf upplýsingar frá skóla um skólagjöld á námsárinu.

 

05

Breyta/bæta við umsókn

Verði breytingar á högum námsmanns eftir að hann skilar inn lánsumsókn gætu þær haft áhrif á upphæð láns. Breytingar sem geta haft áhrif á upphæð láns eru t.d. námstímabil, fjöldi eininga, nýtt nám, nýr skóli, breyttar tekjur o.s.frv. Námsmaður skal tilkynna breytingarnar á Mitt LÍN.

Ef um er að ræða breytingar sem námsmaður getur ekki gefið upp á Mitt LÍN getur hann sett sig í samband við sjóðinn með því að senda tölvupóst á netfangið lin@lin.is.

 

 

Sækja um námslán