Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Skólagjaldalán

Námsmenn sem greiða skólagjöld í skóla sínum geta sótt um sérstakt skólagjaldalán. Fjárhæð skólagjaldaláns tekur mið af fjárhæð skólagjalda í viðkomandi námi upp að ákveðnu hámarki. 

Útborgun skólagjaldalána

Heimilt er að greiða út lán vegna skólagjalda í upphafi annar/misseris. Aldrei er greitt út hærra skólagjaldahlutfall fyrirfram við upphaf misseris en sem nemur fullu námi (30 ECTS-einingar) á því misseri. 

Námsmaður verður alltaf að skila lánshæfum námsárangri til að eiga rétt á skólagjaldaláni.

Sjálfsfjármögnun skólagjalda

Ekki er lánað fyrir fyrstu 75.000 kr. af skólagjöldum hvers námsárs. Tökum dæmi: Ef skólagjöld í tilteknu námi eru 200.000 kr. á hvoru misseri (haust og vor) eða 400.000 kr. yfir námsárið nemur skólagjaldalán haustannar 125.000 kr. en skólagjaldalán vorannar 200.000 kr. Ef skólagjöld í tilteknu námi eru jafnhá eða lægri en 75.000 kr. á hverju ári er því ekki lánað fyrir skólagjöldum.

 

Áhrif tekna á skólagjaldalán

Tekjur námsmanna koma almennt fyrst til skerðingar á framfærsluláni en ef framfærslulán skerðist að fullu, hefst skerðing á skólagjaldaláni. Það á einnig við þegar námsmenn leggja stund á nám sem aðeins er lánshæft til skólagjalda, en þá er fyrst reiknað hver framfærsla hefði verið áður en kemur til skerðingar á skólagjaldaláni. Námsmenn sem hafa háar tekjur meðan á námi stendur geta því átt von á að skólagjaldalán þeirra skerðist vegna tekna.

 

Sækja um námslán