Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Hlutverk Menntasjóðs námsmanna

Hlutverk Menntasjóðs námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags.

Sjóðurinn veitir lán til framhaldsnáms við skóla sem gera sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og gerðar eru til háskólanáms hérlendis.

Menntasjóðnum er einnig heimilt að veita öðrum námsmönnum námslán enda stundi þeir lánshæft aðfaranám eða starfsnám. Stjórn sjóðsins setur nánari reglur um til hvaða aðfaranáms og starfsnáms skuli lánað.

Sjóðurinn sér auk þess um veitingu jöfnunarstyrkja til nemenda á framhaldsskólastigi eftir þeim reglum sem um þá gilda.

Starfsemin er fjármögnuð með endurgreiðslum námslána, ríkisframlagi og lánsfé.

Sjóðurinn leitast við að þjónusta viðskiptavini sína sem best með Mitt Lán og upplýsingagjöf á vefsetri sjóðsins, menntasjodur.is.

Jafnframt veita starfsmenn þjónustu í síma virka daga milli kl. 10:00 og 15:00.