Stjórn
Mennta- og menningarmálaráðherra skipar formann og varaformann stjórnar og einn fulltrúa ráðuneytisins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið skipar einn fulltrúa.
Bandalag íslenskra háskólamanna skipar einn fulltrúa.
Námsmannahreyfingarnar SÍNE, SHÍ, BÍSN og SÍF eiga hver sinn fulltrúa í stjórn.
Aðalmenn í stjórn sjóðsins til 30. júní 2022:
Eygló Þ. Harðardóttir, formaður
Sigrún Elsa Smáradóttir, varaformaður
Þorlákur Björnsson
Agnar Bragi Bragason
Teitur Björn Einarsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðherra
Steinunn Bergmann, tilnefnd af Bandalagi íslenskra háskólamanna
Sara Þöll Finnbogadóttir, tilnefnd af SHÍ
Ragnar Auðun Árnason, tilnefndur af SÍNE
Erna Leifsdóttir, tilnefnd af BÍSN
Hildur Björgvinsdóttir, tilnefnd af SÍF
Erindi til stjórnar
Nemendur/umboðsmenn og greiðendur/ábyrgðarmenn geta sent erindi til stjórnar sjóðsins ef þeir telja að afgreiðsla mála sé ekki í samræmi við gildandi lög og reglur.
Stjórnin fundar að jafnaði einu sinni í mánuði (nema í júlí), en mikilvægt er að erindi til stjórnar berist u.þ.b. tveimur vikum fyrir fund svo hægt sé að undirbúa málið á fullnægjandi hátt.
Nánari upplýsingar um næsta fundardag stjórnar er hægt að fá hjá sjóðnum hverju sinni.