Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð
01

Reglugerð nr. 079/1998 um starfsreglur málskotsnefndar

1. gr.

Málskotsnefnd gefur álit um hvort úrskurðir stjórnar Menntasjóðs námsmanna séu í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og reglna um sjóðinn sem staðfestar hafa verið af menntamálaráðherra.

2. gr.

Málskotsnefnd getur staðfest, breytt eða fellt úr gildi ákvarðanir stjórnar sjóðsins. Álit nefndarinnar skal vera skriflegt og þar skal getið helstu gagna sem liggja til grundvallar niðurstöðu. Niðurstöðu skal fylgja stuttur rökstuðningur. Álit nefndarinnar er endanlegt á stjórnsýslustigi. Afl atkvæða ræður niðurstöðu nefndarinnar.

3. gr.

Beiðni um álit nefndarinnar skal vera skrifleg og rituð á eyðublað sem nefndin lætur í té.

4. gr.

Málskotsnefnd skal halda málaskrá og gerðabók. Nefndin skal árlega senda menntamálaráðherra skýrslu um starfsemi sína á liðnu almanaksári.

5. gr.

Málskotsnefnd hefur heimild til, að fengnu samþykki menntamálaráðherra, að ráða nefndinni starfslið eða að fela sjálfstætt starfandi aðila að sjá um skrifstofuhald fyrir nefndina. Menntamálaráðherra ákveður þóknun nefndarmanna.

6. gr.

Málskotsnefnd og starfsmönnum hennar ber að gæta þagmælsku um öll einkamál sem þeir komast yfir í starfi sínu og í tengslum við það.

7. gr.

Um málsmeðferð hjá málskotsnefndinni fer að öðru leyti skv. stjórnsýslulögum.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. heimild í 5. gr. a., sbr. 16. gr. laga nr. 21/1991, sbr. lög nr. 67/1997, öðlast þegar gildi.

 

 

Sækja um námslán