Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

L-13/2009 - Umsóknarfrestur og útborgun - lánsumsókn barst eftir auglýstan frest

Úrskurður

 

Ár 2009, þriðjudaginn 27. mars kvað málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. L-13/2009

 

Kæruefni

 

Með ódagsettu bréfi til málskotsnefndar LÍN sem móttekið var þann 27. ágúst 2009 kærði kærandi úrskurð stjórnar LÍN frá 25. júní 2009, þar sem stjórnin hafnaði að veita kæranda námslán vegna vorannar 2009 þar sem umsókn kæranda barst of seint. Stjórn LÍN var tilkynnt um kæruna með bréfi dags. 27. ágúst 2009 þar sem stjórninni var gefinn kostur á að tjá sig um kæruna. Kæranda var sent afrit bréfsins. Athugasemdir stjórnar LÍN komu fram í bréfi dags. 7. september 2009 og var afrit þess sent kæranda með bréfi dags. 10. september 2009 en þar var kæranda jafnframt gefinn 14 daga frestur til að koma að frekari sjónarmiðum sínum. Bréf barst frá kæranda dags. 24. september 2009 þar sem kærandi kom á framfæri frekari athugasemdum í málinu.

 

Málsatvik og ágreiningsefni

 

Kærandi sem er nemandi í iðnhönnun við hönnunarskólann í Kolding í Danmörku sótti um námslán vegna vorannar 2009. Umsóknin barst LÍN þann 11. júní 2009, en umsóknarfrestur rann út þann 31. maí 2009. Stjórn LÍN hafnaði að veita kæranda lán vegna þessa. Kærandi kveður umsóknarfrestinn hafa runnið út án þess að hann hafi sótt um vegna mikils erils og streytu í námi hans á önninni á undan. Af þessum sökum hafi hann gleymt að sækja um lánið í tíma

 

Niðurstaða

 

Samkvæmt gr. 5.1.2. í úthlutunarreglum LÍN skal sækja um námslán vegna vorannar 2009 fyrir 31. maí 2009. Ekki er að finna undanþágu frá þessari reglu í úthlutunarreglunum. Af þessum sökum er hinn kærði úrskurður staðfestur.

 

Úrskurðarorð

 

Úrskurður stjórnar LÍN frá 25. júní 2009 í máli kæranda er staðfestur.

Til baka