Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

L-26/2009 - Endurgreiðsla námslána - málinu vísað frá

Úrskurður

Ár 2010, miðvikudaginn 20. janúar, kvað málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. L-26/2009.

Kæruefni

Stjórn LÍN var með bréfi dags. 24. nóvember sl. tilkynnt um kæruna og jafnframt gefinn kostur á að tjá sig um hana. Svarbréf stjórnar LÍN er dags. 7. desember sl. Í bréfi stjórnar LÍN kemur fram að stjórn LÍN hefur ekki fjallað um mál kæranda þar sem hún hafi ekki sent erindi til stjórnar og fer stjórn LÍN fram við málskotsnefnd að hún vísi málinu frá. Með bréfi dags. 10. desember sl. var kæranda kynnt efni svars stjórnar LÍN og jafnframt gefinn kostur á að tjá sig um það. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi dags. 15. desember sl. þar sem hún kveðst ekki hafa fengið fullnægjandi leiðbeiningar og fer fram á að málinu verði ekki vísað frá.

Niðurstaða

Hlutverk málskotsnefndar er að skera úr um hvort úrskurðir stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna séu í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Nefndin getur staðfest, breytt eða fellt úr gildi ákvarðanir stjórnar sjóðsins, sbr. 5. gr. a í lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þá segir í 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að aðila máls sé heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds til þess að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt nema annað leiði af lögum eða venju. Ákvörðun, sem ekki bindur enda á mál, verður ekki kærð fyrr en málið hefur verið til lykta leitt.

Stjórn LÍN hefur ekki úrskurðað í máli kæranda og verður því að vísa málinu frá málskotsnefndinni.

Úrskurðarorð

Kæru kæranda, dags. 24. nóvember 2009 er vísað frá málskotsnefnd LÍN.

Til baka