Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

L-28/2010 - Skólagjöld - hámark skólagjaldalána

Úrskurður

 

Ár 2010, miðvikudaginn 24. nóvember, kvað málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. L-28/2010:

 

Kæruefni

 

Með kæru sem barst málskotsnefndinni þann 19. ágúst 2010 kærði kærandi úrskurð stjórnar LÍN frá 12. mars 2010 um að áðurfengin námslán kæranda skuli yfirfæra í mynt námslands miðað við gengi 1. júní 2009 og dragast frá skólagjaldahámarki kæranda í núverandi námslandi. Stjórn LÍN var tilkynnt um kæruna með bréfi dags. 12. ágúst sl. og jafnframt gefinn kostur á að tjá sig um hana. Kæranda var sent afrit bréfsins sama dag. Athugasemdir stjórnar LÍN komu fram í bréfi dags. 23. ágúst sl. Með bréfi dagsettu 3. september var kæranda sent afrit af bréfi stjórnar LÍN og jafnframt gefinn 14 daga frestur til að koma að frekari sjónarmiðum sínum. Með bréfi dagsettu 1. nóvember var kæranda veittur frestur að tjá sig um kærufrest. Svar kæranda barst með tölvupósti sem 10. nóvember 2010.

 

Málsatvik og ágreiningsefni

 

 

 

Niðurstaða

 

Samkvæmt 27. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 bar kæranda að kæra hinn kærða úrskurð innan þriggja mánaða frá því honum var tilkynnt um viðkomandi stjórnvaldsákvörðun. Þetta var sérstaklega tekið fram í bréfi stjórnar LÍN til kæranda dags. 12. mars 2010 þar sem honum var tilkynnt um úrskurð stjórnar LÍN í málinu. Kæra barst málskotsnefnd ekki fyrr en fimm mánuðum eftir úrskurð stjórnar LÍN. Með bréfi dagsettu 1. nóvember 2010 gaf málskotsnefnd kæranda kost á að tjá sig um ástæður þess að kæran hafi borist svo löngu eftir að kærufrestur rann út. Í tölvupósti sem kærandi sendi þann 10. nóvember kveður hann sig ekki hafa vitað um umræddan frest. Málskotnefnd tekur fram að í úrskurði í máli kæranda dagsettum 12. mars 2010 er kærufrestur skýrlega tilgreindur. Að mati málskotsnefndar eru engar þær ástæður fyrir hendi sem réttlætt geti að kæran verði tekin til meðferðar og er máli þessu því vísað frá málskotsnefndinni.

 

Úrskurðarorð

 

Kæru kæranda er vísað frá.

Til baka