Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

L-35/2013 - Undanþágur frá afborgun - málinu vísað frá

Úrskurður

Ár 2013, miðvikudaginn 21. ágúst er tekið fyrir mál nr. L-35/2013. Kærandi sendi kæru dagsetta 27. júní 2013 sem barst til nefndarinnar þann 2. júlí. sl. vegna ákvörðunar stjórnar LÍN um að synja umsókn um undanþágu afborgunar. Með bréfi þann sama dag. sendi málskotsnefnd stjórn LÍN kæruna til umsagnar. Í umsögn stjórnar LÍN sem barst með bréfi dagsettu 29. júlí sl. kemur fram að kærandi hafi ekki borið mál sitt undir stjórn LÍN. Samkvæmt gögnum málsins (fskj. 1 með kæru) er það bréf LÍN dagsett 3. maí 2013 sem kærandi vísar til ekki formlegur úrskurður stjórnar heldur svar starfsmanns LÍn til kæranda vegna beiðni hennar. Í niðurlagi bréfsins er kæranda leiðbeint um að hún geti borið mál sitt undir stjórn LÍN. Ekki verður séð á gögnum málsins að kærandi hafi borið máls sitt undir stjórn LÍN. Samkvæmt 2. mgr. 5.a. gr. laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna er valdsvið málskotsnefndar takmarkað við að skera úr um hvort úrskurðir stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna séu í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Þar sem umrætt álitamál hefur ekki verið borið undir stjórn sjóðsins brestur málskotsnefndina vald til að fjalla um það og er kærunni vísað frá nefndinni. 

Til baka