Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

L-29/2013 - Umsóknarfrestur og útborgun Málinu vísað frá

Úrskurður

 

Ár 2013, miðvikudaginn 28. ágúst, kvað málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna upp svohljóðandi úrskurð um frávísun máls L-29/2013: Með kæru sem barst málskotsnefnd 29. maí 2013 kærði kærandi úrskurð stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) frá 5. mars 2013, þar sem umsókn kæranda um námslán vegna haustmisseris 2012 var synjað. Málskotsnefnd sendi kæruna til umsagnar stjórnar LÍN með bréfi þann sama dag. Í athugasemdum stjórnar LÍN sem sendar voru málskotsnefnd þann 10. júlí 2013 kom fram að stjórn LÍN hefði með nýjum úrskurði þann 3. júlí 2013 endurupptekið mál kæranda og fallist á umsókn hennar um námslán vegna haustmisseris 2012.

 

Kæruefni

 

 

 

Málsatvik og ágreiningsefni

 

 

 

Niðurstaða

 

Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna sker málskotsnefnd úr um hvort úrskurðir stjórnar LÍN séu í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Með úrskurði sínum þann 3. júlí 2013 féllst stjórn LÍN á beiðni kæranda um námslán. Verður að telja að með hinum nýja úrskurði sé hinn kærði úrskurður frá 5. mars 2013 að efni til úr gildi fallinn. Ber því að vísa kæru kæranda frá málskotsnefnd.

 

Úrskurðarorð

 

Kæru kæranda í máli L-29/2013 er vísað frá málskotsnefnd LÍN.

Til baka