Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

L-20/2013 - Umsóknarfrestur og útborgun - afgreiðsla námsláns og frestun á lokun skuldabréfs

Úrskurður

 

Ár 2013, miðvikudaginn 9. október, kvað málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna upp svohljóðandi úrskurð í málinu L-20/2013.

 

Kæruefni

 

Með kæru sem barst málskotsnefnd þann 26. apríl 2013 kærði kærandi úrskurð stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) frá 24. janúar 2013, sem tilkynntur var honum með bréfi dagsettu 28. sama mánaðar, um að synja honum um afgreiðslu námsláns og frestun á lokun skuldabréfs. Stjórn LÍN var tilkynnt um kæruna með bréfi dagsettu 29. apríl 2013 og jafnframt gefinn kostur á að tjá sig um hana. Kæranda var sent afrit bréfsins sama dag. Athugasemdir stjórnar LÍN voru settar fram í bréfi dagsettu 23. maí 2013 og var afrit þess sent kæranda og honum jafnframt gefinn kostur á að koma að frekari sjónarmiðum sínum. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.

 

Málsatvik og ágreiningsefni

 

Kærandi stundaði meistaranám í sálfræði við háskóla í Danmörku á námsárunum 2009-2011. Hann hóf vinnu við 30 ECTS-eininga lokaverkefni á vorönn 2011 og sótti um námslán til LÍN. Vegna umfangs verkefnisins tók það lengri tíma en kærandi hafði áætlað. Hann skilaði verkefninu 28. ágúst 2012, degi áður en frestur til þess rann út samkvæmt samningi við leiðbeinanda. Þann 17. október 2012 fékk kærandi símleiðis upplýsingar frá háskólanum um námsárangur og voru þær síðan birtar formlega á heimasíðu skólans 27. nóvember 2012. Með tölvubréfi þann 30. nóvember 2012 sendi kærandi gögn um námsárangur sinn til LÍN og jafnframt óskaði kærandi leiðsagnar LÍN um rétt hans til viðbótar námsláns og hvort lokun skuldabréfs hans og afborganir þess myndu frestast. Kærandi fékk þau svör í tölvubréfi frá LÍN þann 5. desember 2012 að samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins hafi lánveitingum fyrir skólaárið 2010-2011 lokið 15. janúar 2012 og eftir það væru ekki afgreidd námslán vegna námsársins. Þá hafi kærandi ekki sótt um námslán vegna vorannar 2012, en frestur til þess hefði runnið út 1. maí 2012, og því gæti sjóðurinn ekki orðið við beiðni hans um frekari lán. Ekki var í bréfinu vikið að beiðni kæranda um frestun á lokun skuldarbréfs. Kærandi fór þess á leit við stjórn LÍN að hún breytti ákvörðun sjóðsins um að synja honum um lán, auk þess áréttaði hann ósk um frestun á lokun skuldabréfs og þar með upphafi endurgreiðslu. Stjórn LÍN synjaði erindi kæranda með vísan til þess að í úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2010-2011 grein 5.2.1 komi fram að lánveitingum vegna námsársins skuli lokið fyrir 15. janúar 2012 og að eftir þann tíma væri ekki heimilt að greiða út námslán vegna námsársins. Jafnframt hafnaði stjórn LÍN beiðni kæranda um frestun á lokun skuldabréfs með þeim rökum að meira en ár væri liðið frá því að hann hafi síðast sýnt fram á lánshæft nám og væri athugasemd hans því allt of seint fram komin. 

Sjónarmið kæranda 

Kærandi hafnar því að honum hafi borið að tilkynna LÍN sérstaklega þær breytingar sem urðum á högum hans eftir að hann hófst handa við lokaverkefni á vorönn 2011. Hann hafi sótt um lán á umræddri önn og lokið tilskyldum námsárangri innan þeirra tímamarka sem Háskólinn í Árósum hafi sett námi hans og hafi hann sent LÍN þær upplýsingar um leið og þær hafi borist honum frá háskólanum. Kærandi byggir á því að ákvæði greinar 5.2.1 í úthlutunarreglum LÍN um að lánveitingum vegna námsársins 2010-2011 skuli lokið fyrir 15. janúar 2012 sé í andstöðu við ákvæði laga nr. 21/1991 um LÍN. Vísar kærandi sérstaklega til 1. og 3 mgr. 6. gr. laganna sem geri ráð fyrir að námstími kunni að vera breytilegur eftir eðli og umfangi námsins. Þannig hafi löggjafinn ákvarðað að námsmenn skuli hafa svigrúm til að ljúka námi sínu á þeim tíma sem hæfilegur er talinn í viðkomandi námsgrein og þeim skóla þar sem nám er stundað. Þá árétti löggjafinn sérstaklega að námslán skuli ekki veitt fyrr en námsmaður hefur staðfest að námi hafi verið lokið með tilskyldum árangri. Hafi vilji löggjafans staðið til þess að binda þessi skilyrði tímafresti hefði það komið fram í lögunum. Kærandi telur að ljóst sé af samhengi 6. gr. laga um LÍN við önnur ákvæði laganna að tilgangur hennar sé eingöngu að mæla fyrir um að ekki megi greiða út námslán fyrr en staðfesting á námsárangri liggi fyrir, en ekki að girða fyrir lánveitingar þótt að dráttur verði á skilum gagna um námsárangur. Af framangreindu telur kærandi ljóst að sú regla sem komi fram í grein 5.2.1 í úthlutunarreglum 2010/2011, um að lánveitingum vegna námsársins skuli lokið fyrir 15. janúar 2012, sé í andstöðu við 6. gr. laga um LÍN. Úthlutunarreglur LÍN séu stjórnvaldsfyrirmæli sem verði að víkja fyrir settum lögum þegar misræmi kemur upp. Þá telur kærandi að stjórn LÍN hafi farið á svig við meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 með því að velja þá ákvörðun sem mest hafi verið íþyngjandi fyrir hann. Kærandi telur að þótt eðlilegt sé að setja stjórnvaldsfyrirmæli um skilafresti megi þeir ekki vera svo afdráttarlausir að þeir girði með öllu fyrir námslán til þeirra námsmanna sem stunda nám sem er hagað með öðrum hætti en venja er fyrir hér á landi. Slíkt gangi gegn markmiðum og tilgangi laga um LÍN og sé óeðlilega íþyngjandi í garð námsmanna. Fer kærandi þess á leit að málskotsnefnd ógildi úrskurð stjórnar LÍN og að lán vegna vorannar 2012 verði afgreitt. Í kæru víkur kærandi ekki sérstaklega að beiðni sinni um frestun á lokun skuldabréfs og upphafi endurgreiðslu. Í erindi hans til stjórnar LÍN kemur fram að hann hafi ekki formlega sótt um frest á upphafi endurgreiðslu þar sem hann hafi reiknað með því að fá lán vegna vorannar 2011 og þar með hefði lokun skuldabréfsins frestast. Þá hafi bréf LÍN þess efnis að mögulegt væri að sækja um frest verið sent á foreldra hans og því ekki borist honum í tæka tíð. Tók kærandi sérstaklega fram að hann óskaði frestunar óháð því hvort hann fengi afgreitt lán vegna vorannar 2011. 

Sjónarmið stjórnar LÍN 

Í athugasemdum stjórnar LÍN kemur fram kærandi hafi stundað meistaranám við umræddan háskóla í Danmörku á námsárunum 2009-2011. Hann hafi sent lokaeinkunnir vorannar 2011 til sjóðsins þann 30. nóvember 2012 og honum þá verið synjað um lán þar sem einkunnirnar hafi borist eftir 15. janúar 2012, sbr. grein 5.2.1 í úthlutunarreglum sjóðsins. Þá hafi kærandi ekki sótt um námslán á haustönn 2012 (sic) fyrir umsóknarfrest, en ábending um umsóknarfrest námsársins 2011-2012 hafi verið send á netfang hans 16. nóvember 2011. Ennfremur hafi kærandi ekki sótt um endurskoðun á námslokum með beiðni um frestun á lokun skuldarbréfs þar sem hann hafi búist við því að fá vorlánið 2011 greitt út. Stjórn LÍN bendir á að í 2. gr. reglugerðar nr. 478/2011 um LÍN sé kveðið á um skyldu námsmanns um að tilkynna sjóðnum um breytingar á högum sínum, eftir að umsókn var lögð fram, ef ætla má að þær hefðu áhrif á ákvörðun um námslán. Kærandi hafi sótti um námslán á vorönn 2011 og þegar engin gögn um námsárangur höfðu borist frá honum hafi sjóðurinn sent honum áminningu í tölvubréfi þann 16. nóvember 2011 um að umsóknarfrestur vegna láns á haustönn 2011 rynni út 1. desember sama ár og eftir það væri ekki hægt að sækja um lán á önninni. Þá hafi honum verið bent á að umsóknarfrestur fyrir vorönn 2012 væri til 1. maí það ár. Þrátt fyrir þessara áminningar hafi engin viðbrögð borist frá kæranda fyrr en einkunnir fyrir lokaverkefnið bárust 30. nóvember 2012. Vísar stjórn LÍN til þess að samkvæmt grein 5.2.1 í úthlutunarreglum LÍN skuli lánveitingum vegna námsársins 2010-2011 vera lokið 15. janúar 2012. Af þeim sökum hafi stjórn LÍN borið að synja erindi kæranda. 

Stjórn LÍN bendir á að skuldabréfi sé lokað þegar námsmaður hætti að þiggja lán og þá sé miðað við lok síðasta aðstoðartímabils, sbr. grein 2.5.1 í úthlutunarreglum LÍN. Heimilt sé að fresta lokun skuldabréfs ljúki námsmaður lánshæfum námsárangri á næsta námsári eftir að hann þáði síðast aðstoð, en hann skuli þá sækja sérstaklega um frestunina. Með bréfi dagsettu 23. október 2012 hafi umboðsmanni kæranda á Íslandi verið tilkynnt um þá ákvörðun sjóðsins að loka skuldabréfi hans og jafnframt verið bent á að frestur til að sækja um breytingu á því væri til 1. desember 2012. Tilkynning sama efnis hafi verið send á tölvupóstfang kæranda þann 13. nóvember 2012. Beiðni kæranda hafi verið synjað þar sem meira en ár hafi liðið síðan hann sýndi síðast fram á lánshæft nám og athugasemdir hans því allt of seint fram komnar.

 

Niðurstaða

 

Eins og áður er rakið stundaði kærandi nám í Danmörku námsárið 2009-2011 og sótti hann um lán á vorönn 2011 þegar hann hóf vinnu við 30 ECTS-eininga lokaritgerð. Vegna umfangs verkefnisins skilaði hann því ekki fyrr en í ágúst 2012 og bárust LÍN upplýsingar háskólans um námsárangur ekki fyrr en 30. nóvember 2012. Námsárangur kæranda barst LÍN því ekki fyrr en níu og hálfum mánuði eftir að lokið var afgreiðslu námslána vegna námsársins 2010-2011, sem var 15. janúar 2012. Þar sem kærandi var með lánsumsókn á vorönn 2011 og þar sem engin gögn um námsárangur höfðu borist LÍN í nóvember það ár var honum send áminning í tölvupósti þar sem hann var minntur á að umsóknarfrestur vegna námsársins 2011-2012 væri til 1. desember 2012 og eftir það væri ekki hægt að sækja um námslán á haustönn 2011. Þá var honum jafnframt bent á að opið væri fyrir umsókn fyrir lán á vorönn 2012 til 1. maí 2012. Engin viðbrögð bárust frá kæranda fyrr en hann skilaði námsárangri sínum þann 30. nóvember 2012. Samkvæmt 4. tl. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 21/1992 skal stjórn sjóðsins setja reglur um úthlutun námslána. Í grein 5.2.1. í úthlutunarreglum LÍN kemur fram að lánveitingum vegna námsársins 2010-2011 skuli vera lokið 15. janúar 2012. Í lögum um LÍN og úthlutunarreglum sjóðsins er ekki að finna heimild til þess að afgreiða námslán eftir að frestur til að leggja fram gögn um námsárangur og aðrar þær upplýsingar sem LÍN hefur óskað eftir er liðinn. Málskotsnefnd hefur áður úrskurðað um mikilvægi þess að festa ríki um þá fresti sem námsmönnum eru settir og að almennt beri að vísa frá erindum sem berast að liðnum fresti nema í undantekningartilvikum, s.s. þegar tekst að sanna að um sé að ræða óviðráðanleg atvik eða mistök hjá LÍN. Í áðurnefndri grein úthlutunarreglna 5.2.1 er sérstaklega tekið fram að eftir lokun námsársins séu ekki afgreidd lán vegna þess. Þegar LÍN barst í lok nóvember 2012 staðfesting frá skóla kæranda um námsárangur hafði sjóðurinn um níu og hálfum mánuði fyrr lokað á afgreiðslu allra námslána vegna námsársins 2010-2011. Það er álit málskotsnefndar að af fyrrnefndri grein úthlutunarreglna LÍN leiði að ekki geti komið til lánveitinga á grundvelli gagna um námsárangur sem berast löngu eftir að lokið er afgreiðslu námslána vegna námsársins. Eru málsatvik ekki með þeim hætti í málinu að það eigi að leiða til undantekningar frá framangreindri reglu. Þá ber að líta til þess að kærandi gerði LÍN enga grein fyrir breyttum aðstæðum sínum, þ.e. að hann myndi fresta skilum á lokaverkefni, né sótti hann um námslán vegna námsársins 2011-2012, en frestir til þess runnu út 1. desember 2011 vegna haustannar og 1. maí 2012 vegna vorannar. Gat LÍN því ekki leiðbeint honum um að sækja um námslán vegna þessa námsárs. Fram kemur í grein 5.1.6 í úthlutunarreglum LÍN, sbr. og 2. gr. reglugerðar nr. 478/2011 um lánasjóð íslenskra námsmanna, að námsmanni ber að láta LÍN vita ef upplýsingar þær sem lagðar eru til grundvallar lánsáætlun reynast rangar. Með vísan til þessa getur málskotsnefnd ekki fallist á að afgreiðsla stjórnar LÍN í máli kæranda hafi falið í sér brot á reglum um meðalhóf. Með vísan til framanritaðs og fyrri úrskurða stjórnar LÍN og málskotsnefndar við meðferð samskonar mála er það niðurstaða málskotsnefndar að lögmæt sjónarmið hafi legið til grundvallar synjun stjórnar LÍN á beiðni kæranda um námlán. Að þessu virtu er hinn kærði úrskurður stjórnar LÍN staðfestur hvað þetta varðar. Eins og fyrr segir synjaði stjórn LÍN einnig beiðni kæranda um frestun á lokun skuldabréfs. Í grein 2.5.2 í úthlutunarreglum LÍN 2012-2013 segir að heimilt sé að fresta lokun skuldabréfs ljúki námsmaður lánshæfum námsárangri á næsta námsári eftir að hann þáði síðast aðstoð og að sækja þurfi um frestun á lokun skuldabréfs fyrir 1. desember 2012. Þegar kærandi sendi LÍN námsárangur lokaverkefnis síns í tölvubréfi þann 30. nóvember 2012 kom fram sú fyrirspurn hans hvort lokun skuldabréfs frestaðist ekki þar sem hann ætti von á láni vegna lokaritgerðarinnar. Með því hafði kærandi komið á framfæri við LÍN fyrirspurn um frestun skuldarbréfs áður en formlegur umsóknarfrestur til þess rann út þann 1. desember 2012. Því getur málskotsnefnd ekki fallist á með stjórn LÍN að beiðni kæranda hafi komið of seint fram, enda hefði LÍN borið að veita kæranda nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar um umsóknarferlið. Samkvæmt þessu bar LÍN því að taka til meðferðar umsókn kæranda um frestun skuldabréfs í stað þess að synja henni þar sem hún hafi komið of seint fram. Var eða mistök hjá LÍN. Í áðurnefndri grein úthlutunarreglna 5.2.1 er sérstaklega tekið fram að eftir lokun námsársins séu ekki afgreidd lán vegna þess. Þegar LÍN barst í lok nóvember 2012 staðfesting frá skóla kæranda um námsárangur hafði sjóðurinn um níu og hálfum mánuði fyrr lokað á afgreiðslu allra námslána vegna námsársins 2010-2011. Það er álit málskotsnefndar að af fyrrnefndri grein úthlutunarreglna LÍN leiði að ekki geti komið til lánveitinga á grundvelli gagna um námsárangur sem berast löngu eftir að lokið er afgreiðslu námslána vegna námsársins. Eru málsatvik ekki með þeim hætti í málinu að það eigi að leiða til undantekningar frá framangreindri reglu. Þá ber að líta til þess að kærandi gerði LÍN enga grein fyrir breyttum aðstæðum sínum, þ.e. að hann myndi fresta skilum á lokaverkefni, né sótti hann um námslán vegna námsársins 2011-2012, en frestir til þess runnu út 1. desember 2011 vegna haustannar og 1. maí 2012 vegna vorannar. Gat LÍN því ekki leiðbeint honum um að sækja um námslán vegna þessa námsárs. Fram kemur í grein 5.1.6 í úthlutunarreglum LÍN, sbr. og 2. gr. reglugerðar nr. 478/2011 um lánasjóð íslenskra námsmanna, að námsmanni ber að láta LÍN vita ef upplýsingar þær sem lagðar eru til grundvallar lánsáætlun reynast rangar. Með vísan til þessa getur málskotsnefnd ekki fallist á að afgreiðsla stjórnar LÍN í máli kæranda hafi falið í sér brot á reglum um meðalhóf. Með vísan til framanritaðs og fyrri úrskurða stjórnar LÍN og málskotsnefndar við meðferð samskonar mála er það niðurstaða málskotsnefndar að lögmæt sjónarmið hafi legið til grundvallar synjun stjórnar LÍN á beiðni kæranda um námlán. Að þessu virtu er hinn kærði úrskurður stjórnar LÍN staðfestur hvað þetta varðar. Eins og fyrr segir synjaði stjórn LÍN einnig beiðni kæranda um frestun á lokun skuldabréfs. Í grein 2.5.2 í úthlutunarreglum LÍN 2012-2013 segir að heimilt sé að fresta lokun skuldabréfs ljúki námsmaður lánshæfum námsárangri á næsta námsári eftir að hann þáði síðast aðstoð og að sækja þurfi um frestun á lokun skuldabréfs fyrir 1. desember 2012. Þegar kærandi sendi LÍN námsárangur lokaverkefnis síns í tölvubréfi þann 30. nóvember 2012 kom fram sú fyrirspurn hans hvort lokun skuldabréfs frestaðist ekki þar sem hann ætti von á láni vegna lokaritgerðarinnar. Með því hafði kærandi komið á framfæri við LÍN fyrirspurn um frestun skuldarbréfs áður en formlegur umsóknarfrestur til þess rann út þann 1. desember 2012. Því getur málskotsnefnd ekki fallist á með stjórn LÍN að beiðni kæranda hafi komið of seint fram, enda hefði LÍN borið að veita kæranda nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar um umsóknarferlið. Samkvæmt þessu bar LÍN því að taka til meðferðar umsókn kæranda um frestun skuldabréfs í stað þess að synja henni þar sem hún hafi komið of seint fram. Var úrskurður stjórnar LÍN hvað þetta atriði varðar ekki í samræmi við stjórnsýslulög og ber því að fella hana úr gildi.

 

Úrskurðarorð

 

Úrskurður stjórnar LÍN í máli kæranda frá 24. janúar 2013 um að synja kæranda um afgreiðslu námsláns er staðfestur, en felld er úr gildi sú ákvörðun stjórnar LÍN að synja kæranda um frestun á lokun skuldabréfs.

Til baka