Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

L-47/2013 - Lánshæfi - málinu vísað frá

Úrskurður

Ár 2013, miðvikudaginn 9. október er tekið fyrir mál nr. L-47/2013. Kærandi í málinu sendi kæru til nefndarinnar þann 31 ágúst sl. vegna takmarkaðs lánshæfis náms í Kanada. Með tölvupósti þann 1. september fór málskotsnefnd þess á leit að kærandi sendi staðfestingu á því að hann hefði áður fengið úrskurð stjórnar LÍN í máli sínu. Þann 14. september staðfesti kærandi að málið hefði ekki farið fyrir stjórn LÍN en yrði tekið fyrir á fundi stjórnar þann 26. september nk. Leiðbeindi málskotsnefnd kæranda um að draga kæruna til nefndarinnar til baka og að hann gæti kært málið að nýju til nefndarinnar ef úrskurður stjórnar LÍN í máli hans yrði neikvæður. Kærandi hefur ekki dregið kæru sína til baka. Samkvæmt 2. mgr. 5.a. gr. laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna er valdsvið málskotsnefndar takmarkað við að skera úr um hvort úrskurðir stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna séu í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Þar sem umrædd kæra sem barst 31. ágúst sl. varðaði málefni sem ekki hafði verið borið undir stjórn sjóðsins brestur málskotsnefndina vald til að fjalla um það og er kærunni vísað frá nefndinni. 

Til baka