Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

L-41/2013 - Undanþágur frá afborgun - málinu vísað frá

Úrskurður

Ár 2013, miðvikudaginn 18. desember er tekið fyrir mál nr. L-41/2013. Kærandi sendi kæru til nefndarinnar þann 23. júlí sl. vegna synjunar stjórnar LÍN þann 1. mars sl. um að taka afstöðu til umsóknar hennar um undanþágu frá endurgreiðslu námsláns sökum þess að hún hefði borist of seint. Þann 11. september upplýsti stjórn LÍN málskotsnefnd um að til stæði að taka mál kæranda fyrir að nýju. Málskotsnefnd tilkynnti kæranda að meðferð máls hennar yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyrir um endurupptöku hjá stjórn LÍN. Með bréfi dagsettu 11. nóvember tilkynnti stjórn LÍN kæranda um að hinn kærði úrskurður stjórnar frá 19. apríl sl. hefði verið afturkallaður og að nýr úrskurður hefði verið tekinn í máli hennar þar sem fallist hefði verið á að taka beiðni hennar um undanþágu til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða stjórnar hefði hins vegar verið sú að synja kæranda um undanþágu. Með bréfi dagsettu 10. desember tilkynnti málskotsnefnd kæranda að fyrirhugað væri að vísa kæru hennar frá þar sem hinn kærði úrskurður hefði verið afturkallaður. Var kæranda leiðbeint um að hún ætti þess kost að kæra hinn nýja úrskurð. Samkvæmt 2. mgr. 5. a. gr. laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna er valdsvið málskotsnefndar takmarkað við að skera úr um hvort úrskurðir stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna séu í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Hinn kærði úrskurður frá 19. apríl hefur verið afturkallaður og eru því ekki forsendur til þess að fjalla um kæruna hjá málskotsnefnd. Er kærunni vísað frá nefndinni. 

Til baka