Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

L-49/2013 - Endurgreiðsla námslána - málinu vísað frá

Úrskurður

Ár 2013, miðvikudaginn 18. desember er tekið fyrir mál nr. L-49/2013. Kærandi sendi kæru til nefndarinnar í gegnum heimasíðu LÍN þann 24. september sl. vegna innheimtu LÍN á námsláni í vanskilum. Málskotsnefnd óskaði skýringar frá kæranda með tölvupósti þann 9. október þar sem efni kærunnar virtist bera með sér að kærandi hefði ekki leitað fyrst til stjórnar LÍN. Engin svör bárust frá kæranda og sendi málskotsnefnd málið til umsagnar stjórnar LÍN þann 12. nóvember 2013. Í svarbréfi stjórnar LÍN sem barst nefndinni10. desember sl. kemur fram að kærandi hafi ekki borið mál sitt undir stjórn LÍN. Samkvæmt 2. mgr. 5. a. gr. laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna er valdsvið málskotsnefndar takmarkað við að skera úr um hvort úrskurðir stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna séu í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Engar heimildir eru í lögum til að víkja frá þessari kröfu. Úrskurður málskotsnefndar í máli kæranda hefði því ekkert gildi að lögum. Þar sem umrætt álitamál hefur ekki verið borið undir stjórn sjóðsins brestur málskotsnefndina vald til að fjalla um það og er kærunni vísað frá nefndinni.

Til baka