Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

L-04/2018 - Endurgreiðsla námslána - bókun um frávísun máls

Ár 2018, miðvikudaginn 3. október er tekið fyrir mál nr. L-4/2018.

Kærandi sendi kæru til nefndarinnar þann 28. ágúst 2018 vegna framkvæmdar LÍN við ákvörðun tekjutengdrar afborgunar. Málskotsnefnd sendi fyrirspurn til kæranda þar sem óskað var nánari upplýsinga um málið. Í svari kæranda kom fram að hann hefði ekki borið málið undir stjórn LÍN. Var kæranda leiðbeint um málskotsrétt og það skilyrði að ágreining þyrfti að bera undir stjórn LÍN áður en mögulegt væri að kæra til málskotsnefndar. Samkvæmt 2. mgr. 5.a. gr. laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna er valdsvið málskotsnefndar takmarkað við að skera úr um hvort úrskurðir stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna séu í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Þar sem umrætt álitamál hefur ekki verið borið undir stjórn sjóðsins brestur málskotsnefndina vald til að fjalla um það og er kærunni vísað frá nefndinni. 

Til baka