Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna

11. júlí 2019

Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra Lilju D. Alfreðsdóttur að nýjum lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna hefur nú verið lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda.

Með frumvarpinu er lagt til að innleitt verði nýtt námsstyrkjakerfi samhliða námslánakerfi. Markmiðið með nýju kerfi er að ganga skrefinu lengra í átt að því að tryggja hagsmuni námsmanna á Íslandi betur en gert hefur verið. Verði frumvarpið að lögum mun það leysa af hólmi gildandi lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna.

Einnig er lagt til að nafni sjóðsins verði breytt úr Lánasjóði íslenskra námsmanna í Stuðningssjóð íslenskra námsmanna.

Hægt er að skila inn athugasemdum við frumvarpið til 9. ágúst 2019.

Til baka