Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Umsókn um frest á lokun skuldabréfs

21. október 2019

Námsmenn sem voru síðast á lánum á námsárinu 2017-2018 hafa fengið tölvupóst þar sem tilkynnt er um lokun skuldabréfs og upphaf endurgreiðslna vorið 2020.

Sérstök athygli er vakin á því að námsmenn sem hafa haldið áfram í lánshæfu námi án þess að sækja um námslán geta átt rétt á að framangreindum lokunardegi verði frestað, að því gefnu að viðkomandi hafi ekki gert lengra hlé frá námi en sem nemur einu ári.

Hægt er að sækja um frest á lokun skuldabréfs á Mitt LÍN í gegnum heimasíðu sjóðsins www.lin.is. Umsóknarfrestur er til og með 15.11.2019. Staðfestingu á námsárangri þarf að senda til sjóðsins svo hægt sé að afgreiða umsóknina. Nánari upplýsingar um lokun skuldabréfa er að finna í 7. kafla í úthlutunarreglum LÍN.

Vinsamlegast athugið að skilafrestur gagna vegna umsóknar um frestun er til og með 15.01.2020 vegna náms sem stundað var námsárið 2018-2019 en 15.03.2020 vegna náms á haustönn 2019.

 

Til baka