Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Greiðendur ósáttir við umsóknarferli um undanþágu frá afborgun

21. nóvember 2019

LÍN hefur í gegnum tíðina boðið upp á úrræði fyrir greiðendur sem kallast undanþága frá afborgun. Undanþága frá afborgun byggir á 6. mgr. 8. gr. laga um LÍN og veitir sjóðnum heimild til að fella niður afborgun hjá greiðanda sem lendir í verulegum fjárhagsörðugleikum vegna náms, atvinnuleysis, veikinda eða annarra sambærilegra ástæðna.

Í þjónustukönnun sem LÍN lét framkvæma nýverið var meðal annars spurt um hvernig greiðendum gengi að sækja um undanþágu frá afborgun og voru niðurstöður spurningarinnar mjög fróðlegar. Af svörunum má sjá að meira en helmingi umsækjenda um undanþágu frá afborgun sem spurðir voru fannst fremur erfitt eða mjög erfitt að sækja um undanþágu frá afborgun.

Ekki liggur beint fyrir enn sem komið er hvað það er í umsóknarferlinu sem þarf að betrumbæta en vinna er þegar hafin við að greina það nánar.

LÍN hefur lengi tekið eftir hve mikill fjöldi einstaklinga sækir um undanþágu en aðeins hluti þeirra fær umsókn sína samþykkta. Þannig var fjöldi umsókna um undanþágu á árinu 2018 til dæmis um það bil 3000 en aðeins um 56% umsókna voru samþykktar. Að svo margir sæki um sem ekki eigi rétt á undanþágu er óvenjulegt og bendir til að LÍN þurfi að vanda betur til verka við upplýsingagjöf varðandi skilyrði fyrir veitingu undanþágu frá afborgun.

Umsóknarferli um undanþágu felur oft í sér að umsækjendur þurfi að skila inn ýmsum viðkvæmum gögnum. Það er því ekki hagkvæmt ef mikill fjöldi fólks sækir um undanþágu sem ekki á rétt á henni og sóar þar með tíma sínum í gagnaöflun að óþörfu.

Vonast er til að hægt sé að bæta upplifun fólks af umsókn um undanþágu frá afborgun í framtíðinni og mun LÍN leita leiða til að betrumbæta umsóknarferlið.

Til baka