Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Spjallmennið Lína

18. desember 2019

Í dag tók LÍN í notkun spjallmenni sem nefnist Lína. Lína byggir á tækni frá norska tæknifyrirtækinu boost.ai.

Uppsetning og þjálfun Línu var unnin í samstarfi við Advania og Boost.ai. Advania er umboðs- og samstarfsaðili Boost á Íslandi og yfirfærsla spjallmennisins yfir á íslensku er unnin í samstarfi við Advania.

Tæknin að baki Línu er í fremstu röð í heiminum á sviði spjallmenna.

LÍN hefur lengi leitað leiða til að bæta svartíma til viðskiptavina. Á árstíðabundnum álagstímum sjóðsins er oft gríðarlegur fjöldi sem reynir að hafa samband á sama tíma. Álagstímar eru til dæmis eftir áramót þegar námsmenn eru að bíða eftir útborgun láns vegna haustannar og í kringum gjalddaga í mars og september. Biðtími í síma á slíkum álagstímum verður stundum mun lengri en ásættanlegt gæti talist.

Það er mat okkar að Lína geti nýst vel til að stytta svartíma auk þess sem hún er til taks alla daga, allan sólarhringinn. Í nánustu framtíð hyggjumst við einnig bæta við þeim eiginleika að eftir rafræna auðkenningu geti viðskiptavinir framkvæmt einfaldar aðgerðir í netspjallinu eins og t.d. að sækja um greiðsludreifingu eða kortaafborgun.

Við höfum unnið hörðum höndum undanfarnar vikur að því að koma Línu í loftið og erum sjálf virkilega ánægð með niðurstöðuna. Við erum rosalega spennt að sjá hvernig viðskiptavinum líkar við Línu og hvernig hún reynist yfir jól og áramót þegar lítið er um vinnudaga.

Við erum mjög ánægð með allar þær mannverur sem hafa tekið þátt í að koma Línu í loftið. Samstarfsaðilar frá Boost í Noregi, sérfræðingar frá Advania og svo þeir starfsmenn LÍN sem unnu að verkefninu. Allir hafa staðið sig virkilega vel.

Velkomin í heiminn Lína !

Til baka