Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Námsaðstoð á Norðurlöndunum

27. janúar 2020

Samstarfsnefnd norrænna lánasjóða (Arbejdsgruppe for Studiestøtte i Norden), skammstafað ASIN, hefur tekið saman skýrslu þar sem ýmsir þættir í námsaðstoð og aðstæðum námsmanna á Norðurlöndunum eru skoðaðir og bornir saman. Upplýsingarnar í skýrslunni eru sóttar m.a. úr útlánareglum og kerfum námslánasjóðanna sjálfra, Eurostudent, þar sem námsmenn meta sjálfir sínar aðstæður og víðar. Margt er sameiginlegt með námslánakerfum landanna á meðan annað er ólíkt.

Tölur og aðrar forsendur í skýrslunni eru frá námsárinu 2018-2019. Fyrirhugað er að uppfæra þessu skýrslu eftir hvert námsár.

Norðurlöndin skera sig nokkuð frá öðrum Evrópulöndum í því að námsmenn í háskólanámi búa almennt sjálfstætt en annarsstaðar í Evrópu búa námsmenn oftar í foreldrahúsum á meðan þeir eru í námi.

Norræn samanburðarskýrsla.

Til baka