Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Menntasjóðurinn kemur til móts við námsmenn vegna kórónaveirunnar, COVID-19

12. mars 2020

Stjórn sjóðsins hefur samþykkt heimild fyrir sjóðinn að taka til greina annars konar staðfestingar skóla á ástundun nemenda en vottorðum um loknar einingar. Þetta er gert til þess að bregðast við aðstæðum nemenda sem mögulega geta ekki sinnt námi sínu vegna röskunar á hefðbundnu skólastarfi vegna kórónaveirunnar, COVID-19. Óski námsmaður þess verður tekið mið af umsóttum einingafjölda námsmanns í samræmi við lánsáætlun hans fyrir önnina. Það sama á við ef  námsmaður veikist af veirunni og getur þess vegna ekki sótt skóla í lengri tíma þannig að það hafi áhrif á námsframvindu hans. Jafnframt verður hægt að sækja um aukaferðalán vegna sérstakra aðstæðna sem komið geta upp hjá námsmanni vegna kórónaveirunnar.

Þær aðstæður sem nú eru uppi kalla á sveigjanleika af hálfu okkar allra og er þessi ákvörðun stjórnar sjóðsins liður í því að létta á áhyggjum námsmanna af fjármálum vegna hugsanlegra aðstæðna sem komið geta upp í kjölfar kórónaveirunnar.

Til baka