Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Lög um Menntasjóð námsmanna samþykkt á Alþingi

Ný lög um Menntasjóð námsmanna voru samþykkt í dag 9. júní 2020 og taka þau strax gildi. Lögin koma til framkvæmda 1. júlí n.k. Stefnt er að því að opnað verði fyrir umsóknir samkvæmt nýjum lögum í byrjun júlí n.k.

Helstu breytingar í kjölfar laganna eru að námsmenn fá 30% niðurfellingu á námslánaskuld sinni ljúki þeir námi sínu á tilskildum tíma. Greiddir verða styrkir vegna framfærslu barna í stað lána. Þá munu ábyrgðir á námslánum falla niður, svo fremi sem lánþegi hafi verið í skilum með lán sín við gildistöku laganna.

Námsmenn sem nú þegar eru á lánum hjá sjóðnum geta óskað eftir því að taka lán samkvæmt eldri lögum í allt að 7 ár eða sótt um samkvæmt nýjum lögum og endurgreitt námslán samkvæmt því.

Námsmenn geta valið um að endurgreiða námslán sín sem jafngreiðslulán eða tekjutengd lán ljúki þeir námi fyrir 40 ára aldur. Þá geta þeir jafnframt valið um hvort námslánin séu óverðtryggð eða með verðtryggðum lánakjörum. Vextir á námslánum munu hækka og verða breytilegir og byggja á þeim vaxtakjörum sem ríkissjóði bjóðast á markaði að viðbættu 1,5% vaxtaálagi. Námslán eru hins vegar áfram verðtryggð á meðan á námi stendur.

Fréttatilkynning Mennta- og menningarmálaráðuneytisins

Til baka