Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Spjallmennið Lína eins árs

18. desember 2020

Þann 18. desember 2019 var vélmennið Lína tekin í notkun af Menntasjóði námsmanna og er Lína því eins árs gömul í dag. Lína var fyrsta spjallmenni sinnar tegundar á Íslandi.

Frá því Lína var sett í gang hefur hún átt 19.277 samtöl við viðskiptavini sjóðsins. Þar af hefur hún sent 1.384 samtöl áfram á starfsmann okkar í gegnum netspjall.

Fjöldi samtala við Línu var borinn saman við heildarfjölda innkominna símtala á tímabilinu 13. október – 30. nóvember. Þar kom í ljós að hlutfall samtala við Línu var 47% af heildinni meðan hlutfall símtala var 53%, eða 2.264 símtöl á móti 1.987 samtölum við Línu.

Af þeim samtölum sem Lína hefur átt við viðskiptavini, hefur hún leyst beiðni viðskiptavinar að mestu eða öllu leyti í meira en 80% tilvika. Það hlutfall er að hækka jafnt og þétt eftir því sem hún heldur áfram að læra og er ljóst að það verður enn hærra á næsta aldursári hennar.

Á því ári sem Lína hefur verið í loftinu hafa nokkrar aðrar stofnanir tekið upp spjallmenni sem byggir á sömu tækni. Má þar sem dæmi nefna Vinný hjá Vinnumálastofnun og Fróða hjá Íslandsbanka og Ask hjá island.is.

Árangur Línu á fyrsta árinu hefur farið fram úr okkar björtustu vonum og erum við mjög stolt af henni. Lína hefur aukið þjónustustigið með því að bjóða upp á svör samstundis hvort sem spurt sé innan eða utan opnunartíma. Þá hefur verið í henni mikil hjálp á álagstímum þegar almennt er erfitt að anna álagi á síma.

Til hamingju með eins árs afmælið Lína og njóttu dagsins!

Til baka