Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Lánþegar í leiguhúsnæði

27. janúar 2021

Vegna umræðu í samfélaginu um kröfu sjóðsins til lánþega á Íslandi í leiguhúsnæði, þ.e. með hvaða hætti þeir þurfi að sanna eðlilegar leigugreiðslur á námsárinu, vill sjóðurinn skýra málið frekar með eftirfarandi upplýsingum:

  • Námsmenn sem leigja stúdentaíbúðir þurfa ekki að skila þinglýstum leigusamningi. Fullnægjandi er að skila staðfestum leigusamningi frá því leigufélagi sem leigt er hjá.
  • Námsmenn á almennum leigumarkaði þurfa að skila þinglýstum leigusamningi til sjóðsins (ekki er krafa um að þinglýsing samnings hafi verið gerð í upphafi námsárs).
  • Í þeim tilvikum sem þinglýsing leigusamnings er ákveðnum ómöguleika bundið geta námsmenn sannað eðlilegar leigugreiðslur með afriti af greiðslumiða til skattayfirvalda líkt og heimilt var á síðasta námsári.

Rétt er að taka fram að ef námsmaður er í skráðri sambúð samkvæmt þjóðskrá getur hann skilað afriti af þinglýstum leigusamningi maka síns líkt og áður. Það sama á við ef námsmaður er skráður meðleigjandi á þinglýstum leigusamningi. Þá er rétt að benda á að almennt er hægt að þinglýsa leigusamningi ósamþykkts leiguhúsnæðis.

Frestur til að skila til sjóðsins staðfestingu á eðlilegum leigugreiðslum er til og með 15. mars 2021.

Ef námsmenn óska eftir nánari upplýsingum er hægt að hafa samband við sjóðinn í síma 560-4000 eða á netfangi sjóðsins menntasjodur@menntasjodur.is.

Til baka