Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

M-3/2020 - Kæra vegna tekjutengdrar afborgunar

Bókun

Ár 2020, föstudaginn 30. október, er gerð svohjóðandi bókun málskotsnefndar Menntasjóðs vegna máls nr. M-3/2020.

Með kæru sem barst málskotsnefnd 6. ágúst 2020 kærði kærandi ákvörðun stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) vegna tekjutengdrar afborgunar. Engin gögn fylgdu kærunni. Stjórn Menntasjóðs var tilkynnt um kæruna með bréfi dagsettu 12. ágúst 2020 og jafnframt gefinn kostur á að tjá sig um hana. Kæranda var sent afrit bréfsins sama dag.

Þann 28. ágúst 2020 hringdi kærandi í formann málskotsnefndar og kvaðst ætla að semja við Menntasjóð vegna innheimtu afborgunarinnar. Kvaðst hann í samræmi við leiðbeiningar frá innheimtufyrirtæki óska þess að afturkalla kæruna.

Lög nr. 60/2020 um Menntasjóð námsmanna tóku gildi 1. júlí 2020. Með þeim voru lög nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna felld úr gildi og nafni Lánasjóðs íslenskra námsmanna (kt. 710169-0989) breytt í Menntasjóð námsmanna (kt. 710169-0989). Er lánakerfi LÍN rekið sem deild innan Menntasjóðsins. Frá og með gildistöku laganna heyra því hagsmunir lánakerfis LÍN undir Menntasjóðinn og stjórn hans. Kærandi sendi kæru sína til málskotsnefndar Menntasjóðs þann 8. ágúst 2020. Meðferð ágreiningsmála sem til var stofnað í gildistíð laga nr. 21/1992 verður fram haldið hjá málskotsnefnd Menntasjóðs sem starfar á grundvelli hinna nýju laga og úrskurðar um lögmæti ákvarðana stjórnar Menntasjóðs sem nú fer með hagsmuni þá er áður féllu undir stjórn LÍN.

Samkvæmt ofangreindu er liggur ekki lengur fyrir kæra í skilningi 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 vegna ákvörðunar stjórnar LÍN í máli kæranda, sbr. og 32. gr. laga um Menntasjóð, og er mál kæranda hér með fellt niður hjá málskotsnefnd Menntasjóðs.

Til baka