Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

Vottorð um námsárangur frá skólum erlendis

5. maí 2022

Námsmenn erlendis þurfa að passa að þegar send eru vottorð frá skólum um námsárangur þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:

 - Heiti skólans (á bréfsefni).

 - Fullt nafn námsmanns.

 - Kennitala námsmanns eða fæðingardagur.

 - Tímabilið sem vottorðið gildir fyrir (misseri/fjórðungur).

 - Loknar einingar á tímabilinu.

 - Ef námsárangur er ekki metinn í einingum þá þarf að koma fram í vottorðinu greinargott mat á námsárangri/ástundun á tímabilinu.

 - Undirskrift starfsmanns skóla þarf að vera á vottorðinu og/eða stimpill skóla.

Sé námsmaður að ljúka námi er ekki heimilt að afgreiða lán að fullu á námsárinu fyrr en staðfesting á námslokum liggur fyrir.

Til baka