Close contact us

Hafa samband

Nafn
Kennitala
Netfang
Skilaboð

M-2/2022 - Niðurfelling á máli kæranda vegna dráttar á meðferð máls kæranda hjá Menntasjóði.

   

ÚRSKURÐUR

Ár 2022, þriðjudaginn 17. maí, kvað málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna upp svohljóðandi úrskurð í málinu M-2/2022.

Kæruefni

Með kæru dagsettri 3. febrúar 2022 sem barst málskotsnefnd 20. sama mánaðar sendi kærandi kæru til málskotsnefndar á grundvelli 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 vegna dráttar á meðferð máls kæranda hjá Menntasjóði. Stjórn Menntasjóðs var tilkynnt um kæruna með bréfi, dagsettu 8. febrúar 2022 og jafnframt gefinn kostur á að tjá sig um hana. Kæranda var sent afrit bréfsins sama dag. Umsögn Menntasjóðs var send í tölvupósti þann 24. febrúar 2022 og var afrit þess sent kæranda þar sem veittur var frestur til 19. mars 2022 til að koma að athugasemdum. Engar athugasemdir bárust frá kæranda. Með bréfi dagsettu 10. mars 2022 sem barst málskotsnefnd 18. sama mánaðar hefur kærandi upplýst að stjórn Menntsjóðs hafi svarað erindi hennar. Kveður kærandi sig ekki hafa lengur hagsmuni af því að fjallað verði frekar um málið og fer þess á leit að það verði fellt niður.

Niðurstaða.

Ekki er lengur tilefni til þess að málskotsnefnd fjalli um kæru kæranda og er málið fellt niður.

 

ÚRSKURÐARORÐ

Mál kæranda er fellt niður hjá málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna.

 

Til baka